Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Heyskapur á Presthólum í Núpasveit árið 2006. Bændasamtökin eru mótfallin
því að kílómetragjald verði lagt á landbúnaðartæki og dráttarvélar.
Heyskapur á Presthólum í Núpasveit árið 2006. Bændasamtökin eru mótfallin því að kílómetragjald verði lagt á landbúnaðartæki og dráttarvélar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði verði undanþegnir kílómetragjaldi í umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald.

Samtökin eru gagnrýnin á að dráttarvélar og eftirvagnar sem eru meira en 3.500 kílógrömm að leyfðri heildarþyngd, séu meðal þeirra ökutækja sem eru tilgreind sem gjaldskyld í frumvarpinu. Í sömu grein eru bifreiðar og bifhjól.

Í umsögn Bændasamtakanna segir: „Hagfelldast væri að fella dráttarvélar og eftirvagna, sem notuð eru í landbúnaðarstörfum, undir hugtakið „landbúnaðartæki“. Slíkt væri til einföldunar.“ Samtökin leggja til að landbúnaðartæki verði talin upp í þeirri grein þar sem tekin eru fram þau ökutæki sem eru undanþegin gjaldskyldu.

Bændasamtökin vilja benda sérstaklega á að heyvinnuvélar, eins og rúllubindivélar og heyhleðsluvagnar, eru yfir 3.500 kílógrömm að leyfilegri heildarþyngd. Samkvæmt frumvarpinu ætti kílómetragjaldið að falla á þau tæki þegar þeim er ekið milli staða á opinberum vegum.

Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að hækka kolefnisgjald á bensín og dísilolíu til þess að hvetja aðila til að velja ökutæki sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum. Bændasamtökin benda á að þess sé enn langt að bíða að dráttarvélar sem ganga fyrir grænni orku verði raunhæfur kostur eins og þær sem ganga fyrir dísilolíu. 

Skylt efni: kílómetragjald

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...