Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein
Mynd / TB
Fréttir 23. mars 2020

Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á Norðurlöndunum er landbúnaður undantekningarlaust skilgreindur sem þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein til að tryggja matvælaframleiðslu í hverju landi fyrir sig á óvissutímum. Hér á landi er landbúnaður ekki skilgreindur sem slíkur og hafa forsvarsmenn bænda bent á að mikilvægt sé að við fáum sömu viðurkenningu á framleiðslu í landbúnaði eins og í nágrannalöndum okkar.

Í Finnlandi fellur öll fæðukeðjan undir þá skilgreiningu að vera þjóðhagslega mikilvæg og einnig í Noregi. Í Danmörku hefur aldrei verið vafi á að landbúnaður sé skilgreindur á slíkan hátt og þó að ekki sé unnið með sérstakar forskriftir þess efnis þá tryggja allar reglur að framboð matvæla virki án hindrana. Ef upp koma vandamál þess efnis er breiður pólitískur vilji til að finna lausnir.

Fæðuframboð þarf að tryggja

Þrátt fyrir áskoranir hefur sænskur landbúnaður sýnt styrk sinn á erfiðum tímum undanfarið og er góð samvinna milli sænsku bændasamtakanna, sveitarfélaga og ríkisvaldsins. Stjórnarráðið þar í landi hefur gefið það skýrt út að landbúnaður hefur eitt af lykilhlutverkunum þegar kemur að því að láta hjól fæðukeðjunnar halda áfram að snúast.

Starfsfólk í forgangi

Í Noregi fá rekstraraðilar og starfsfólk sem falla undir að starfa í þjóðhagslega mikilvægum atvinnugreinum tilboð um leikskóla- og skólapláss fyrir börn sín á tímum sem þessum ef báðir foreldra sinna slíkum störfum. Reglurnar eiga við um börn yngri en 12 ára. Í Noregi eru 14 atvinnugreinar sem falla undir þessa skilgreiningu sem gefin er út af dómsmálaráðuneytinu þar í landi, þar á meðal landbúnaður.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...