Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein
Mynd / TB
Fréttir 23. mars 2020

Landbúnað þarf að skilgreina sem þjóðhagslega mikilvæga atvinnugrein

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á Norðurlöndunum er landbúnaður undantekningarlaust skilgreindur sem þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein til að tryggja matvælaframleiðslu í hverju landi fyrir sig á óvissutímum. Hér á landi er landbúnaður ekki skilgreindur sem slíkur og hafa forsvarsmenn bænda bent á að mikilvægt sé að við fáum sömu viðurkenningu á framleiðslu í landbúnaði eins og í nágrannalöndum okkar.

Í Finnlandi fellur öll fæðukeðjan undir þá skilgreiningu að vera þjóðhagslega mikilvæg og einnig í Noregi. Í Danmörku hefur aldrei verið vafi á að landbúnaður sé skilgreindur á slíkan hátt og þó að ekki sé unnið með sérstakar forskriftir þess efnis þá tryggja allar reglur að framboð matvæla virki án hindrana. Ef upp koma vandamál þess efnis er breiður pólitískur vilji til að finna lausnir.

Fæðuframboð þarf að tryggja

Þrátt fyrir áskoranir hefur sænskur landbúnaður sýnt styrk sinn á erfiðum tímum undanfarið og er góð samvinna milli sænsku bændasamtakanna, sveitarfélaga og ríkisvaldsins. Stjórnarráðið þar í landi hefur gefið það skýrt út að landbúnaður hefur eitt af lykilhlutverkunum þegar kemur að því að láta hjól fæðukeðjunnar halda áfram að snúast.

Starfsfólk í forgangi

Í Noregi fá rekstraraðilar og starfsfólk sem falla undir að starfa í þjóðhagslega mikilvægum atvinnugreinum tilboð um leikskóla- og skólapláss fyrir börn sín á tímum sem þessum ef báðir foreldra sinna slíkum störfum. Reglurnar eiga við um börn yngri en 12 ára. Í Noregi eru 14 atvinnugreinar sem falla undir þessa skilgreiningu sem gefin er út af dómsmálaráðuneytinu þar í landi, þar á meðal landbúnaður.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...