Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Landamærum lokað í Austurríki
Mynd / Andrew Messner
Utan úr heimi 15. apríl 2025

Landamærum lokað í Austurríki

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Vegna útbreiðslu gin- og klaufaveiki hafa stjórnvöld í Austurríki ákveðið að loka landamærunum að Slóvakíu og Ungverjalandi.

Sjúkdómurinn breiðist helst út meðal svína og nautgripa, en hann berst ekki eingöngu beint milli dýra, heldur getur mannfólk flutt sóttina í klæðum sínum. Í þeim héröðum Slóvakíu og Ungverjalands sem liggja að Austurríki hafa fjölmörg tilfelli greinst. Frá þessu er greint í Kronen Zeitung.

Um helgina var samtals 23 landamærastöðvum lokað fyrir allri umferð og mun lokunin standa til 20. apríl. Er það gert til að vernda austurrískt búfé, en sóttin hefur ekki greinst í landinu síðan 1981. Bændum er bent á að vera sérstaklega á verði, bæði með því að gæta að hreinlæti og klæðast hlífðarfatnaði, ásamt því að skrásetja allar heimsóknir á bæinn og flutning dýra. Austurrísk stjórnvöld munu skima fyrir veikinni í landamærahéröðum á næstu vikum, en bændum er bent á að fylgjast vel með einkennum sem eru blöðrur, slappleiki og hiti. Ginog klaufaveiki smitast ekki í menn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...