Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambastaðir
Bóndinn 4. júní 2020

Lambastaðir

Svanhvít og Almar keyptu Lambastaði og fluttu þangað frá Selfossi í byrjun árs 2005 en þá var enginn búskapur á bænum.

Árið 2012 byggðu þau gistihús á jörðinni og sneru sér alfarið að þeim rekstri í framhaldinu.

Býli:  Lambastaðir.

Staðsett í sveit:  Flóahreppi, Árnessýslu.

Ábúendur: Svan­hvít Hermanns­dóttir og Almar Sigurðsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum hér tvö og hundurinn Hekla.

Stærð jarðar?  85 ha.

Gerð bús? Ferðaþjónustubýli og hobbíbúskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? 30 ær og 20 hænsni.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þegar ekki er COVID-19 er fótaferð kl. 7.00 hvern morgun og gengið til starfa við að útbúa morgunmat og síðan taka við þvottar og annað sem þarf að gera varðandi ferðaþjónustuna.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þetta er allt skemmti­legt nema dagurinn sem lömbin fara í sláturhúsið.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það er best að segja sem minnst um það.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Vonandi er fólk að vakna við það að ,,hollur er heimafenginn baggi“ og við eigum að vera sem mest sjálf okkur nóg.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Egg, súrmjólk, ostur og fullt af ávöxtum og grænmeti.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggurinn er alltaf sígildur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Á vorin þegar allt vaknar af dvala og lömbin spretta í heiminn hraust og spræk.

Svanhvít og Glódís Hansen í fjárhúsinu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...