Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambalundir með viskíi og hlynsírópi
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. mars 2020

Lambalundir með viskíi og hlynsírópi

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Lambalundir er hægt að matreiða mjög hratt og þær er hægt að framreiða á séríslenskan hátt,  með grænum baunum og rauðkáli, eða sem framandi rétt. 
 
Til dæmis er sniðugt fyrir þá sem eru í lágkolvetna mataræði að vefja þeim inn í salat og borða með góðu grænmeti.
 
Lambalundir með viskíi 
og hlynsýrópi
 
Hráefni
  • 125 ml hlynsíróp
  • 75 ml viskí eða annað gott, eins og maltöl
  • 1 fersk timjangrein (garðblóðberg)
  • 675 g lambakjöt 
  • 15 m ólífuolía
  • 1 msk. smjör
  • 1 skalottlaukur, fínt saxaður
  • 2 geirar hvítlaukur, fínt saxaðir
  • Salt og pipar
Á glerfati eða í þéttum plastpoka er hlynsírópi, viskíi og timjan blandað saman. Bætið kjötinu við og veltið því vel í kryddleginum.
 
Lokið pokanum. Geymið í kæli í tvær klukkustundir eða yfir nótt. 
 
Takið kjötið úr marineringunni og geymið marineringuna. Hendið timjangreininni.
 
Brúnið lambalundirnar í olíu og smjöri í pönnu í um það bil tvær mínútur á hlið fyrir meðalsteikt. 
 
Kryddið með salti og pipar. Haldið hita á réttinum.
 
Á sömu pönnu er skalottlaukurinn og hvítlaukurinn karamellseraður. Bætið marineringunni við og sjóðið niður um helming eða þar til vökv­inn er orðinn að sírópi. 
 
Kryddið með salti og pipar. Setjið lambalundirnar aftur á pönnuna og hjúpið þær vel með marineringunni.
Berið fram lundir. Berið fram með grænum baunum og kartöflumús. Eða í salatvefjunum hér að neðan:
 
 
Avókadó- og salatvefjur 
  • Avókadó, tómatur, salat (baby gem) með jalapeno chili
  • Hráefni fyrir dressingu:
  • 100 g majónes
  • 8 stk. graslaukur, fínt saxaðir
  • ½ búnt steinselja, fínt saxað
  • ¼ búnt estragonlauf, fínt saxað
  • safi af 1 ferskri sítrónu
  • 1 tsk. fisksósa (fæst í asíu 
  • krydddhillunni)
  • klípa sjávarsalt
  • nýmalaður hvítur pipar eftir smekk
  • 3 msk. sýrður rjómi
  • Salat
  • 2 baby gem salat, stór lauf helminguð
  • 1 box kirsuberjatómatar, skornir í helminga
  • 2 avókadó, skrælt og skorið í þriggja sentimetra klumpa
  • safi af einni ferskri sítrónu
  • 40 ml jómfrúarólífuolía
  • klípa sjávarsalt
  • 1 jalapenó  eða annað chili, 
  • fræhreinsað og skorið í 1 cm bita
  • 10 stilkar af graslauk, fínt saxaður

Aðferð
 
Til að gera dressinguna, blandið þá saman majónes, graslauk, steinselju, estragon, sítrónusafa, fisksósu, salti og pipar í blandara og vinnið saman þar til þetta er slétt (hægt að nota þær jurtir sem eru til eða ræktaðar í glugganum með hækkandi sól).
 
Í skál skaltu blanda saman sýrðum rjóma og jurtablöndunni og blanda varlega saman. Smakkið til og kryddið og geymið í kæli.
Framreiðsla:
 
Þvoið, hreinsið og hristið salatið þurrt í sigti. Afhýðið og saxið laukinn. 
 
Skerið avókadóið til helminga, fjarlægið kjarnann, afhýðið og skerið í bita. 
 
Skerið tómata í fjórðunga og blandið þeim saman við avókadó, sítrónusafa, ólífuolíu og salt í skál.
 
Steikið kjötið í olíunni þar til það verður fallega brúnt, hægt er að nota hvaða kjöt sem er og jafnvel sjávarfang, skötusel eða rækjur.
 
Raðið nú kjötinu, tómötunum og blöndunni með avókadóinu upp á disk. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...