Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Sauðfé í Lofoten.
Sauðfé í Lofoten.
Mynd / Liga Alksne
Utan úr heimi 4. febrúar 2025

Lambakjöt frá Lofoten verndað afurðaheiti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lofotlam er þriðja matvaran frá Noregi sem hlýtur verndun ESB samkvæmt landfræðilegri tilvísun.

Á bak við afurðaheitið standa 75 sauðfjárbændur frá Lofoten- eyjaklasanum í Norður-Noregi. Lofotlam raðar sér á lista yfir matvæli með vernduð afurðaheiti, eins og fenlår fra Norge (þurrkað og saltað lambakjöt) og tørrfisk fra Lofoten (þurrkaður saltfiskur).

Viðurkenningin var veitt á alþjóðlegu grænu vikunni í Berlín þann 17. janúar síðastliðinn. Geir Pollestad, ráðherra landbúnaðarmála í Noregi, sagði af því tilefni að þetta væri verðskulduð viðurkenning fyrir sauðfjárbændurna sem framleiða lambakjöt á heimsmælikvarða. Frá þessu greinir Stiftelsen Norsk Mat, samtök matvælaframleiðenda, í fréttatilkynningu.

Vernd afurðaheita (e. Geographical Indication) eru auðkennandi merki sem eru notuð til að einkenna vörur sem eiga uppruna frá tilteknu landi eða svæði þegar gæði, orðstír eða önnur einkenni vörunnar tengjast þeim landfræðilega uppruna.

Evrópusambandið stendur á bak við merkin. Vörur sem hafa hlotið vernd afurðaheita eru meðal annars Íslenskt lambakjöt og Parmigiano Reggiano-osturinn.

Skylt efni: Noregur

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...