Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Sauðfé í Lofoten.
Sauðfé í Lofoten.
Mynd / Liga Alksne
Utan úr heimi 4. febrúar 2025

Lambakjöt frá Lofoten verndað afurðaheiti

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lofotlam er þriðja matvaran frá Noregi sem hlýtur verndun ESB samkvæmt landfræðilegri tilvísun.

Á bak við afurðaheitið standa 75 sauðfjárbændur frá Lofoten- eyjaklasanum í Norður-Noregi. Lofotlam raðar sér á lista yfir matvæli með vernduð afurðaheiti, eins og fenlår fra Norge (þurrkað og saltað lambakjöt) og tørrfisk fra Lofoten (þurrkaður saltfiskur).

Viðurkenningin var veitt á alþjóðlegu grænu vikunni í Berlín þann 17. janúar síðastliðinn. Geir Pollestad, ráðherra landbúnaðarmála í Noregi, sagði af því tilefni að þetta væri verðskulduð viðurkenning fyrir sauðfjárbændurna sem framleiða lambakjöt á heimsmælikvarða. Frá þessu greinir Stiftelsen Norsk Mat, samtök matvælaframleiðenda, í fréttatilkynningu.

Vernd afurðaheita (e. Geographical Indication) eru auðkennandi merki sem eru notuð til að einkenna vörur sem eiga uppruna frá tilteknu landi eða svæði þegar gæði, orðstír eða önnur einkenni vörunnar tengjast þeim landfræðilega uppruna.

Evrópusambandið stendur á bak við merkin. Vörur sem hafa hlotið vernd afurðaheita eru meðal annars Íslenskt lambakjöt og Parmigiano Reggiano-osturinn.

Skylt efni: Noregur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...