Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Lamb, lax og nautastrimlar
Matarkrókurinn 25. september 2014

Lamb, lax og nautastrimlar

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Nú er sláturtíðin í hámarki og ferskt lambakjöt flæðir í verslanir. Ef til vill er síðasti séns að grilla kótilettur þó oft geti gert góða daga á haustin.

Síðustu laxarnir eru líka að koma á land og þá er um að gera að slá upp laxaveislu. Fyrir þá sem kjósa nautakjötið í bland við ferskt íslenskt grænmeti fylgir suðræn uppskrift í kaupbæti.

Lambakótilettur með bökuðum hvítlauk
Hráefni:

  • 8 stk. stórar lambakótilettur
  • 1 stk. hvítlauksgeiri
  • 3 msk. Dijon sinnep
  • ólífuolía
  • salt og pipar
  • 100 ml sweet sojasósa
  • 1 grein garðablóðberg

Aðferð
Afhýðið hvítlauksgeira og skerið þunnt. Nuddið kjötið með garðablóðbergi. Steikið kótiletturnar á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar. Það má líka steikja kjötið með hvítlauknum og garðablóðberginu en þá kemur gott bragð í fituna og kryddið og hvítlaukurinn karmelliserast. Setjið síðan inn í heitan ofn í 10 mín. eða lengur, eftir stærð sneiðanna, ásamt hvítlauksþynnunum.

Ef að kjötið er grillað er upplagt að pensla með sætri sojasósu og hvítlauksolíu.

  • Lax með humar
  • Hráefni:
  • 600 g lax
  • 350–400 g skelflettir humarhalar
  • 1 laukur
  • 1–2 hvítlauksrif eftir smekk
  • 200 g smjör
  • Salt og pipar
  • 1 1/2 dl hvítvín
  • 300 g litlar soðnar kartöflur

Aðferð
Laukurinn er brytjaður frekar smátt og mýktur í smjöri á pönnu. Gætið vel að hitanum því laukurinn má ekki brúnast. Þegar hann er mátulegur er hann veiddur upp af pönnunni og settur til hliðar.
Bætt við meira af smjöri á pönnuna. Steikið bæði laxinn og humarinn í smástund (eiga ekki að gegnumsteikjast). Saltað aðeins og piprað. Þá eru þeir teknir af pönnunni og geymdir.
Hvítlaukurinn er saxaður smátt og settur á pönnuna. Hvítvíninu hellt yfir og látið sjóða upp að mestu við vægan hita.

Framreiðið með ristuðum kartöflum og grófu brauði.

Nautastrimlar með maíssalsa

Hráefni:

  • 400 g gæða nautakjöt
  • 4 stk. stjörnuanís
  • 1 msk. svört piparkorn
  • 1⁄2 msk. salt
  • 2 msk. sesamolía
  • 1 búnt vorlaukar
  • 2 stk. rautt chili
  • 1 stk. lime, safinn
  • 300 g grænmeti eins og blómkál og   fennel

Aðferð
Malið pipar og stjörnuanís vel. Steikið á grilli eða vel heitri pönnu á öllum hliðum í um 4 mín. á hverri hlið án þess að kjötið brenni. Athugið að kjarnhiti á ekki að fara yfir 50°C þar sem kjötið á ekki að vera mikið steikt. Raðið klettasalati á stórt kjötfat.
Sneiðið nautakjötið í um 5 mm þunnar sneiðar og leggið þær á fat með grænmetinu, og berið fram með salsanu og maískökum.

Maíssalsasósa:

  • 1 dós maískorn
  • 1/2 laukur
  • 1 tómatur
  • 1/2 rauð paprika
  • 1/2 mangó vel þroskað
  • 1/2 tsk hvítlauksmauk
  • 1 msk kóríander ferskt
  • 1/2 safi úr 1/2 lime
  • 3 msk ólífuolía
  • salt og pipar

Aðferð
Allt hráefnið skorið í svipaða stærð og blandað vel saman.

Þessa fersku og einföldu salsasósu má alveg leika sér með. Ef maður á ekki eitthvað eitt hráefni þá er bara að nota hugmyndaflugið, frábær með hvaða mat sem er. 

3 myndir:

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...