Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lækur
Mynd / Steinar Guðjónsson
Bóndinn 10. mars 2022

Lækur

„Við hófum búskap á Læk á fardögum vorið 2014. Bjuggum á Selfossi og þurftum að keyra á milli fyrstu tvö árin. Rífa þurfti gamla bæinn og byggja nýtt hús og fluttum við inn í júní 2016,“ segja ábúendurnir á Læk í Flóahreppi.

„Töluverðar breytingar fyrir unglingana okkar að flytja í sveit en allt hefur þetta lánast vel hingað til. Lækur vel staðsettur, stutt í þjónustu og annað er sækja þarf í kaupstaðinn.“

Býli: Lækur.

Staðsett í sveit: Tilheyrði áður Hraungerðishreppi hinum forna, en nú Flóahreppur.

Ábúendur: Ágúst Guðjónsson og Margrét Drífa Guðmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Börnin eru Ásdís, f. 1999, Brynhildur, f. 2000, Helena, f. 2002, Katrín, f. 2005 og Benóný, f. 2008.

Stærð jarðar? 220 hektarar. 

Gerð bús? Kúabú.

Feðgar á baki.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 100 nautgripir, þar af um 50 mjólkurkýr, 10 hestar, fjóskettirnir Rósa, Gæfa og Grettir músafangarar. Höfðinginn okkar, hann Lappi. Svo stendur til að yngja upp hænsnastofninn með vorinu.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar í mjaltabásnum og lýkur þar. Svo taka við gjafir og hin ýmsu verk sem þarf að sinna. Ágúst sinnir svo ýmsum störfum er tengjast félagsmálum bænda og Margrét Drífa kennir í Setrinu, sérdeild Suðurlands, þrjá daga í viku. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Gaman þegar hey­skapur gengur vel og allt komið heim. Leiðinlegast er að þurfa að eiga við veikindi hjá skepnunum.

Frúnni finnst afleitt að standa í því að reka kvígur inn að hausti en í seinni tíð fer bóndinn glaður í það verkefni einn síns liðs, ríðandi á hesti og kemur kvígunum inn átakalaust. Í fyrra var hesthúsið gert upp og þjálfun og tamningar hrossa hafa því fengið meiri tíma en áður. Gaman að geta stundað útreiðar allt árið, ekki bara á sumrin.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Það verður vonandi svipuð staða og hjá okkur í dag. Stefnum á að halda áfram uppbyggingu og viðhaldi, bæta umhverfið og vinnuaðstöðu – góðir hlutir gerast hægt.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Kraftmikil vöruþróun er undirstaða velgengni í nútímasamfélagi. Þar á landbúnaðurinn talsvert inni þó að ákveðin vitundarvakning hafi orðið síðustu misserin. Íslenskir bændur framleiða úrvals hráefni sem þarf að koma betur á framfæri við neytendur. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjör, skyr, egg, rabarbarasulta, lýsi.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt og nautakjöt er líklega vinsælast, eldað og borið fram á ýmsan máta.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kvígur voru reknar inn fyrsta haustið okkar. Þær voru nú ekki alveg samvinnufúsar, ýmislegt gekk á og hefði verið gott efni í stuttmynd.

Einu sinni var Ágúst klæddur í pollagalla, stígvél, allt teipað saman og sendur ofan í haughús. Verkefnið var að ná í glænýjan síma sem ein dóttirin missti niður við myndatökur í fjósinu. En sem betur fer var nýlega búið að tæma haughúsið þannig að verkefnið gekk vel og ótrúlegt að síminn skyldi finnast á kafi í skít, var í lagi en lyktaði vel í rúma viku.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...