Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunnar
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunnar
Mynd / Sigrún Pétursdóttir
Fréttir 6. nóvember 2023

Lækka vexti til bænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Byggðastofnunar tók þá ákvörðun 18. október sl. að lækka álag á óverðtryggða vexti landbúnaðarlána um 1 prósentustig, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.

„Vaxtakjör slíkra lána verða REIBOR+2,5%. Þá var ákveðið að lækka álag á óverðtryggða vexti lána til kynslóðaskipta í landbúnaði, lán sem falla undir COSME ábyrgðarsamkomulag Evrópska fjárfestingasjóðsins, um 1,3 prósentustig og verða kjörin REIBOR+2,0%,“ segir í tilkynningunni en breytingarnar taka gildi 1. nóvember.

Haft er eftir Arnari Má Elíassyni, forstjóra Byggðastofnunar, að ákvörðunin sé viðbragð við slæmu rekstrarástandi í landbúnaði.

„Mikil hækkun stýrivaxta síðustu misserin samhliða hækkun verðbólgu hefur gert lántakendum á Íslandi mjög erfitt um vik. Stofnunin hefur samt sem áður ekki hækkað vaxtaálag á sínum lánum yfir þetta tímabil en vextir óverðtryggðra lána hafa þó hækkað mikið vegna tengingar þeirra við REIBOR vexti og þar með stýrivexti.

Bændur hafa sérstaklega fundið fyrir þessum aukna fjármagns- kostnaði og víða er staða þeirra
orðin mjög erfið. Stjórn stofnunar- innar tók því ákvörðun að lækka vaxtaálag á óverðtryggðum lánum til landbúnaðar til þess að bregðast við ástandinu. Þá mun stofnunin vera þátttakandi í frekari leiðum sem til skoðunar eru í bráðum rekstrarvanda stéttarinnar.“

Fram kemur að hlutverk Byggðastofnunar sé að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs í landsbyggðunum. „Í samræmi við hlutverk sitt vinnur stofnunin að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...