Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunnar
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunnar
Mynd / Sigrún Pétursdóttir
Fréttir 6. nóvember 2023

Lækka vexti til bænda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Byggðastofnunar tók þá ákvörðun 18. október sl. að lækka álag á óverðtryggða vexti landbúnaðarlána um 1 prósentustig, að því er fram kemur í tilkynningu frá stofnuninni.

„Vaxtakjör slíkra lána verða REIBOR+2,5%. Þá var ákveðið að lækka álag á óverðtryggða vexti lána til kynslóðaskipta í landbúnaði, lán sem falla undir COSME ábyrgðarsamkomulag Evrópska fjárfestingasjóðsins, um 1,3 prósentustig og verða kjörin REIBOR+2,0%,“ segir í tilkynningunni en breytingarnar taka gildi 1. nóvember.

Haft er eftir Arnari Má Elíassyni, forstjóra Byggðastofnunar, að ákvörðunin sé viðbragð við slæmu rekstrarástandi í landbúnaði.

„Mikil hækkun stýrivaxta síðustu misserin samhliða hækkun verðbólgu hefur gert lántakendum á Íslandi mjög erfitt um vik. Stofnunin hefur samt sem áður ekki hækkað vaxtaálag á sínum lánum yfir þetta tímabil en vextir óverðtryggðra lána hafa þó hækkað mikið vegna tengingar þeirra við REIBOR vexti og þar með stýrivexti.

Bændur hafa sérstaklega fundið fyrir þessum aukna fjármagns- kostnaði og víða er staða þeirra
orðin mjög erfið. Stjórn stofnunar- innar tók því ákvörðun að lækka vaxtaálag á óverðtryggðum lánum til landbúnaðar til þess að bregðast við ástandinu. Þá mun stofnunin vera þátttakandi í frekari leiðum sem til skoðunar eru í bráðum rekstrarvanda stéttarinnar.“

Fram kemur að hlutverk Byggðastofnunar sé að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs í landsbyggðunum. „Í samræmi við hlutverk sitt vinnur stofnunin að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi.“

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...