Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Miðgarður
Miðgarður
Mynd / Aðsend
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rangárvöllum.

Meðferðarheimilið hefur verið starfrækt síðustu ár á Geldingalæk í Rangárþingi ytra en húsnæði þess er ónýtt. Lækjarbakki flytur í húsnæðið Miðgarð. Land og skógur eru með starfsemi í húsinu í dag en mun flytja þá starfsemi í önnur hús á staðnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá mennta­ og barnamálaráðuneytinu.

Þar kemur einnig fram að Lækjarbakki er eina heimili sinnar tegundar á Íslandi, sem býður upp á langtímameðferð fyrir drengi á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan vanda vegna til dæmis vímuefnaneyslu, ofbeldis, afbrota, skóla­ og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til.

Starfsemi Lækjarbakka er á vegum Barna­ og fjölskyldustofu en á heimilinu dvelja allt að sex drengir hverju sinni í um sex mánuði í senn, stundum lengur ef ástæða þykir til.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...