Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
SKRAUTLEGASTA KÝRIN - 1. sæti

Athugasemd dómara: Rauðgrönótt, hyrnd. Alveg sléttsama um allt og vel afslöppuð.
Snædís fegurðardrottning í Daladýrð í Fnjóskadal. Hún verður á hvíta tjaldinu í Ódysseifskviðu í leikstjórn Christopher Nolan.
SKRAUTLEGASTA KÝRIN - 1. sæti Athugasemd dómara: Rauðgrönótt, hyrnd. Alveg sléttsama um allt og vel afslöppuð. Snædís fegurðardrottning í Daladýrð í Fnjóskadal. Hún verður á hvíta tjaldinu í Ódysseifskviðu í leikstjórn Christopher Nolan.
Mynd / Guðbergur Egill Eyjólfsson
Líf og starf 23. september 2025

Kýrnar í sviðsljósinu

Í sumar efndu Slow Food á Íslandi og Lífrænt Ísland til ljósmyndasamkeppni undir myllumerkinu #skrautkýr, þar sem íslenska mjólkurkýrin var í aðalhlutverki. Alls bárust 168 myndir frá myndasmiðum víðs vegar að af landinu.

Dómnefnd hefur kynnt úrslit í tveimur flokkum, „Skrautlegasta kýrin“ og „Kýrin í skrautlegustu aðstæðunum“. Í fyrrnefnda flokknum vann Guðbergur Egill Eyjólfsson til fyrstu verðlauna og í þeim síðarnefnda Birna Viðarsdóttir. Auk þess voru nokkrar myndir valdar sem þóttu sérstaklega áhugaverðar og lýsandi fyrir fjölbreytileika íslensku kýrinnar.

Myndirnar sem bárust þóttu sýna glöggt hversu fjölbreyttur og litríkur íslenski kúastofninn er – og hve forvitnar og skemmtilegar þær eru. „Íslenska mjólkurkýrin hefur fylgt þjóðinni frá landnámi, rétt eins og hesturinn, kindin og hundurinn, og gegnt lykilhlutverki í búskap og menningu landsins. Stofninn hefur aðlagast íslenskum aðstæðum – bæði fóðri og veðurfari – á einstakan hátt og hefur mikið verndargildi í tilliti til líffræðilegrar fjölbreytni“, segir í tilkynningu.

8 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...