Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kjöt pýþonslanga mun bragðast eins og kjúklingur.
Kjöt pýþonslanga mun bragðast eins og kjúklingur.
Mynd / Tontan Travel - Flickr
Utan úr heimi 9. apríl 2024

Kyrkislöngubúskapur vænlegur kostur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Framleiðsla á kyrkislöngukjöti er talin geta bætt fæðuöryggi. Þessi búskapur er loftslagsvænni leið til framleiðslu á kjöti samanborið við hefðbundið búfé.

Sérfræðingar telja framleiðslu kyrkislöngukjöts raunhæfan kost í sunnanverðri Afríku þar sem búfé hefur verið að drepast vegna þurrka. Þá er ekki talið ólíklegt að slíkur búskapur geti gengið vel í Asíu þar sem fólk er óhrætt við að borða kyrkislöngukjöt. Frá þessu er greint á vef The Guardian.

Nokkrar tegundir kyrkislanga eru taldar hentugar til landbúnaðarframleiðslu. Þar má nefna búrmönsku kyrkislönguna, möskvakyrkislönguna og suður- afrísku klettakyrkislönguna. Þessir snákar geta lifað í heilan mánuð án þess að komast í annað vatn en morgundöggina sem sest á hreistrið. Þá geta slöngurnar þraukað í heilt ár án þess að neyta fæðu. Skepnurnar yrðu ekki fangaðar í náttúrunni, heldur látnar klekjast úr eggjum á ræktunarbúum.

Ekki er talað um að leysa hefðbundið kjöt af hólmi með þessari framleiðslu, heldur sé snákakjöt góð viðbót til að efla fæðuöryggi.

Mun loftslagsvænna er að framleiða prótein úr kyrkislöngukjöti en rauðu kjöti, kjúklingakjöti eða laxi. Það má rekja til þess að kyrkislöngur þurfa mun minna vatn, framleiða umtalsvert minna af gróðurhúsalofttegundum, eru þolnari við öfgum í veðurfari og eru ekki smitberar á sóttum eins og fuglaflensu og Covid-19.

Gagnrýnendur segja nærtækara að framleiða prótein úr jurtaríkinu í staðinn fyrir ræktun kyrkislöngukjöts.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...