Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sænska skákkonan Anna Cramling sem fann upp á Kýrbyrjuninni.
Sænska skákkonan Anna Cramling sem fann upp á Kýrbyrjuninni.
Mynd / Wikipedia
Líf og starf 1. nóvember 2024

Kýrbyrjunin eða Cow opening

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Í skák eru til mjög margar byrjanir, sem í gegnum tíðina hafa fengið ýmis nöfn. Byrjanir eru oft nefndar í höfuðið á þeim sem fann upp á þeim fyrst og/eða hvers lenskir þeir voru.

Sama gildir um varnir gegn þeim fyrir svartan. Flestir hafa heyrt um Spænska leikinn, Ítalska leikinn eða Skotann. Sikileyjarvörn er líklega þekktust fyrir svartan gegn e4 byrjunum, sem er langalgengasti fyrsti leikur hvíts. Of langt mál væri að telja upp fleiri. En með tilkomu netstreymis og alls konar vídeórásum hafa ýmsir skákmenn farið að prófa ýmislegt nýtt til að koma andstæðingum sínum á óvart og setja síðan inn vídeó t.d. á Youtube. Það þarf stundum miklar „stúderingar“ til að finna réttu leikina gegn einhverju nýju og framandi. Mjög margar af þessum skrýtnu byrjunum ná ekki fótfestu þar sem oft reynist auðvelt að verjast þeim. Bongcloud-byrjunin er dæmi um slíka byrjun.

Fyrir u.þ.b. ári síðan fann sænska skákkonan Anna Cramling, sem er dóttir Piu Cramling sem er sænskur stórmeistari, upp á nýrri byrjun sem er eins (speglun) bæði fyrir hvítan og svartan, sem hún kallar kýrbyrjunina, eða cow opening. Hvítur missir reyndar frumkvæðið í þessari byrjun þar sem það þarf að færa báða riddarana tvisvar strax í upphafi, en stundum getur það skilað sér vegna þess að andstæðingurinn veit ekki hvaða plön maður er með.

Ég hef sjálfur aldrei teflt hana en er vís til með að prófa hana á einhverju skákmóti til að koma andstæðingnum á óvart, eyða tíma fyrir hann og vonandi knýja fram sigur, þar sem fæstir hafa séð þessa byrjun og vita ekkert hvernig á að bregðast við. Hér fyrir ofan má sjá upphafsstöðu Kýrbyrjunarinnar.

Fyrstu leikirnir eru þeir sömu fyrir hvítan og svartan, e3 eða e6 fyrir svartan. Upphafsstaðan í Kýrbyrjuninni, sem næst fram í 6 leikjum, er eins og á skýringarmyndinni. Venjulega eru e og d peðin einum reit framar og riddararnir á f3 og c3. Á móti stigalægri skákmönnum getur svona byrjun gefið vel.

Framhaldið ræðst af því hverju svartur leikur næst, eða eftir atvikum hvítur, þar sem frá þessari stöðu hefur ekki verið fundin upp enn þá, mér vitanlega, góður „varíantur“ fyrir framhaldið fyrir hvítan né heldur svartan. Ómögulegt er að segja til um hvort Kýrbyrjunin muni ná vinsældum. Það verður tíminn að leiða í ljós.

Þeir sem vilja vita meira um Kýrbyrjunina geta farið inn á Youtube og slegið inn „cow opening Anna Cramling“ í leitarboxið og horft á. Þar fást skýringar á nafngiftinni og ég get lofað ykkur að það er gaman að horfa á það og prófa síðan að tefla þessa byrjun bæði með hvítu og svörtu. Áhugasamir ættu að prófa að tefla Kýr-byrjunina á netinu og sjá hvað gerist.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Upphafsstaðan í Kýrbyrjun.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...