Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hópurinn, nemendur, kennarar og gestakennari samankomnir eftir vel heppnaðan pylsugerðardag í VMA.
Hópurinn, nemendur, kennarar og gestakennari samankomnir eftir vel heppnaðan pylsugerðardag í VMA.
Fréttir 28. nóvember 2019

Kynntust leyndardómum pylsunnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikilvægt er fyrir matreiðslumenn framtíðarinnar að þekkja fjölbreytt hráefni og kunna skil á því hvernig það verður til. Liður í því var heimsókn Rúnars Inga Guðjónssonar, gæðafulltrúa hjá Kjarnafæði og liðsmanna í landsliði kjötiðnaðarmanna, í  í 2. bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri á dögunum.

Nemendur í 2. bekk vinna gjarnan að ákveðnu verklegu verkefni tvo daga í röð í námi sínu á þessari önn og að þessu sinni var ákveðið að verja þeim í pylsugerð. Rúnar Ingi var gestakennari og leiddi nemendur í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar, hann kynnti fyrir þeim fjórar mismunandi pylsuuppskriftir sem nemendur síðan bjuggu til undir vökulum augum Rúnars Inga. Nemendur sáu um að elda annað meðlæti með pylsunum og afraksturinn var síðan borinn á hlaðborð fyrir um tuttugu manna hóp frá Starfsmannafélagi VMA.

Nemendur voru leiddir í í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð að útkoman var afbragðs góð og sælkerarnir kunnu afar vel að meta.

Frá þessu er sagt á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem Rúnari Inga Guðjónssyni er þakkað fyrir að gefa sér tíma til að miðla af þekkingu sinni til matreiðslunemanna. Kjarnafæði styrkti æfingu nemanna og útvegaði hráefni í pylsugerðina en fyrirtækið hefur um tíðina stutt kennslu á matvælabraut VMA af rausnarskap. 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...