Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hópurinn, nemendur, kennarar og gestakennari samankomnir eftir vel heppnaðan pylsugerðardag í VMA.
Hópurinn, nemendur, kennarar og gestakennari samankomnir eftir vel heppnaðan pylsugerðardag í VMA.
Fréttir 28. nóvember 2019

Kynntust leyndardómum pylsunnar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikilvægt er fyrir matreiðslumenn framtíðarinnar að þekkja fjölbreytt hráefni og kunna skil á því hvernig það verður til. Liður í því var heimsókn Rúnars Inga Guðjónssonar, gæðafulltrúa hjá Kjarnafæði og liðsmanna í landsliði kjötiðnaðarmanna, í  í 2. bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri á dögunum.

Nemendur í 2. bekk vinna gjarnan að ákveðnu verklegu verkefni tvo daga í röð í námi sínu á þessari önn og að þessu sinni var ákveðið að verja þeim í pylsugerð. Rúnar Ingi var gestakennari og leiddi nemendur í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar, hann kynnti fyrir þeim fjórar mismunandi pylsuuppskriftir sem nemendur síðan bjuggu til undir vökulum augum Rúnars Inga. Nemendur sáu um að elda annað meðlæti með pylsunum og afraksturinn var síðan borinn á hlaðborð fyrir um tuttugu manna hóp frá Starfsmannafélagi VMA.

Nemendur voru leiddir í í allan sannleika um leyndardóma pylsunnar.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð að útkoman var afbragðs góð og sælkerarnir kunnu afar vel að meta.

Frá þessu er sagt á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem Rúnari Inga Guðjónssyni er þakkað fyrir að gefa sér tíma til að miðla af þekkingu sinni til matreiðslunemanna. Kjarnafæði styrkti æfingu nemanna og útvegaði hráefni í pylsugerðina en fyrirtækið hefur um tíðina stutt kennslu á matvælabraut VMA af rausnarskap. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...