Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mjaltabás í Þrándarholti, sá fyrsti sem tekinn var í notkun hér á landi.
Mjaltabás í Þrándarholti, sá fyrsti sem tekinn var í notkun hér á landi.
Líf&Starf 3. janúar 2022

Kynnti nútímavæðingu útihúsa í sveitum

Þann 20. nóvember gaf Sögumiðlun út bók um Þóri Baldvinsson  (1901-1986) arkitekt. Þann dag voru liðin 120 ár frá fæðingu Þóris en helsta starf hans var að veita Teiknistofu landbúnaðarins forstöðu á árunum 1938-1969. Þáttur hans í nútímavæðingu sveitanna var gríðarstór, bættur húsakostur sem hélst í hendur við vélvæðingu.

Þórir Baldvinsson var í senn framúrstefnumaður í arkitektúr og hugsjónamaður í baráttu fyrir bættum húsakosti til sveita. Hann varð fyrstur íslenskra arkitekta til að kynna nýjar húsnæðislausnir í anda funksjónalisma og var frumkvöðull í gerð slíkra bygginga hér á landi, eins og samvinnuhúsanna svokölluðu við Ásvallagötu í Reykjavík og við Helgamagrastræti á Akureyri. Þar kynnti Þórir fyrstur manna til sögunnar forskölun í húsbyggingum hér á landi.

Þórir Baldvinsson.

Þórir teiknaði einnig fjölmargar opinberar byggingar; héraðsskóla, kaupfélagshús, samkomuhús og verksmiðjuhús vítt og breitt um landið og þekktar byggingar í Reykjavík eins og Alþýðuhúsið við Hverfisgötu og Mjólkurstöðina við Laugaveg sem nú hýsir Þjóðskjalasafnið. Hér gefur að líta í fyrsta sinn yfirlit verka Þóris ásamt æviágripi hans. Ólafur J. Engilbertsson ritstýrir bókinni en auk hans skrifa greinar Árni Daníel Júlíusson, Jóhannes Þórðarson, Ólafur Mathiesen og Pétur H. Ármannsson, sem jafnframt tekur saman verkaskrá Þóris. Úlfur Kolka sér um útlit bókarinnar en hana prýðir fjöldi ljósmynda og teikninga.

Þórir fór til náms í Bandaríkjunum árið 1923, en veiktist alvarlega af lömunarveiki 1926 og fór þá að vinna á teiknistofu. Í kreppunni 1929 fór teiknistofan í þrot og hélt Þórir í kjölfarið til Íslands árið 1930. Er hér gripið niður í kafla í bókinni er tengjast störfum Þóris fyrir íslenskan landbúnað.

Teiknistofa landbúnaðarins  

Fljótlega eftir heimkomuna gerðist Þórir starfsmaður Teiknistofu Byggingar- og landnámssjóðs, síðar Teiknistofu landbúnaðarins. Teiknistofan var sett á fót þann 11. júní 1938 í tengslum við hinn nýstofnaða Búnaðarbanka. Þrátt fyrir það á Teiknistofan sér eldri sögu, þar sem hún hafði starfað í tengslum við Byggingar- og landnámssjóð frá stofnun hans, 7. maí 1928, enda stóð í lögum um sjóðinn,  í 18. grein: „Stjórn sjóðsins má, ef þörf krefur, ráða sér til aðstoðar sérstakan húsameistara...“. Raunar má segja að fyrsti vísir að Teiknistofunni hafi orðið til með stofnun Ræktunarsjóðs árið 1925, sem þá réð leiðbeinanda um húsagerð í þjónustu sína, og hélt sú starfsemi áfram þótt gerðar hafi verið ýmsar lagabreytingar um nöfn og ytra form.

Verkefni Teiknistofunnar voru frá öndverðu að sjá bændum fyrir uppdráttum að hvers konar húsum og mannvirkjum, sem og að veita lánasjóðum Búnaðarbanka Íslands tæknilega þjónustu og aðstoð vegna lánveitinga. Teiknistofa nýbýlastjórnar var svo stofnuð með lögum frá 1936, Teiknistofa Búnaðarbankans ári síðar og loks Teiknistofa landbúnaðarins samkvæmt lögum frá 1938. Jóhann Franklín Kristjánsson hafði yfirumsjón þessara mála frá byrjun og til 1938, en frá þeim tíma og til 1969 var Þórir Baldvinsson forstöðumaður Teiknistofunnar. Jóhann Franklín vann áfram með Þóri að húsateikningum og ráðgjöf og þeir félagar unnu því saman í mörg ár að því að bæta húsakost sveitanna.

Fjósið í Þrándarholti.

Nútímavæðing útihúsa 

Þórir ritaði grein um gripahús í Frey í febrúar 1948. Þar tilgreinir hann nokkur höfuðatriði sem hann segir vera til leiðbeiningar þeim sem ráðgera að reisa gripahús. Hann segir ástæðu til að menn athugi þetta mál vel þar sem smíði gripahúsa hafi mistekist á margan hátt og þau þurfi að vanda betur.

Þórir segir í greininni allt fyrirkomulag gripahúsa vera á tilraunaskeiði og það sé breytingum undirorpið. Það eigi líka við um verkun heysins. Súgþurrkun hafi margt til síns ágætis en sé dýr í framkvæmd. Votheysverkun hafi lengi tíðkast hér á landi en með frumstæðri tækni og það hafi unnið gegn þeirri verkun sem  sé þó á mikilli uppsiglingu meðal grannþjóðanna. Ýmislegt bendi til  að votheysverkun geti orðið ódýrasta verkunin og segir Þórir að bændur ættu að fylgjast með því sem þar sé að gerast. Nú sé helst hallast að því að best sé að geyma votheyið í háum 12-14 metra sívölum eða strendum turnum. Ekki megi þó gera of strangar kröfur um tækni við byggingu slíkra turna, þar sem þá væri hætt við að ekkert yrði af byggingu þeirra vegna gjaldeyrisskorts.

Þórir taldi að hægt væri að útiloka raka í fjósum  með því móti að hafa þau ekki of hlý. En nú væru uppi tvær stefnur hvað þetta snerti. Sums staðar, þar á meðal í Rússlandi, væri talið heppilegra að hafa fjósin svöl, jafnvel að frostmarki og kálfar þrifust betur í svölum fjósum en hlýjum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...