Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti.
Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti.
Mynd / ál
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska fyrirtækið STgenetics um kyngreiningu á allt að 2.500 sæðisskömmtum úr íslenskum nautum.

Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður NBÍ, segir tvö fyrirtæki hafa komið til greina, en STgenetics hafi orðið fyrir valinu þar sem fulltrúar þeirra komu með þá hugmynd að útbúa færanlega rannsóknarstofu. Fyrirtækið geti því nýtt búnaðinn á fleiri stöðum þar sem eru lítil kúakyn, en Sveinbjörn bendir á að það taki eingöngu nokkrar vikur að framleiða megnið af því kyngreinda sæði sem kúabú landsins þurfa á ári.

Við kyngreiningu sé sæðið blandað með upplausn og flúrljómandi litarefnum. Þegar því er rennt í gegnum tækið endurljómi kynfrumurnar mismikið eftir því hvort þær eru með Y- eða X-litninga, sem geri tækinu kleift að velja þær frumur sem ætlunin er hverju sinni.

„Í fimm til tíu prósent tilvika verða kvígurnar að nauti, því þetta er ekki alveg hundrað prósent hreinsun,“ segir Sveinbjörn. Þegar kemur að mjólkurkúastofninum sé sæðið kyngreint gagnvart kvígum, en gagnvart nautum hjá holdanautakyninu.

Samkomulag til eins árs

Nú sé unnið að skipulagi tilraunar til að kanna hversu vel sæði úr íslenskum nautum þoli kyngreiningu til þess að hægt sé að taka ákvörðun um framhaldið, en samkomulagið við STgenetics gildir til eins árs. Þegar rannsóknarstofan kemur til landsins í nóvember verði tekið sæði úr nokkrum nautum og hverri sæðistöku skipt í tvennt, þar sem helmingurinn verður kyngreindur. Það verði síðan sett í dreifingu í vetur samhliða hefðbundnu sæði og munu hvorki frjótæknar né bændur fá vitneskju um hvora sæðisgerðina er um að ræða.

Bændum sé frjálst að afþakka þátttöku í tilrauninni, en Sveinbjörn segir að þar sem færri kynfrumur eru í hverjum skammti af kyngreindu sæði megi gera ráð fyrir lægra fanghlutfalli. Á búum þar sem 70 prósent kúa festa fang eftir fyrstu sæðingu geti hlutfallið lækkað niður í 60 til 65 prósent. Þrátt fyrir að fá færri kálfa geti þátttökubú reiknað með því að fá 20 til 25 prósent fleiri kvígur að níu mánuðum liðnum.

Mikill sparnaður

Uppsetning á fullbúinni rannsóknarstöð á Íslandi hefði kostað minnst 200 milljónir án rekstrarkostnaðar, á meðan áætla megi að hver heimsókn samkvæmt þessu fyrirkomulagi eigi eftir að kosta 20 til 30 milljónir króna. Innifalið í því verði sé vinna fimm starfsmanna STgenetics meðan á kyngreiningu stendur.

Rannsóknarstöðinni verði lagt við nautastöðina á Hesti, þar sem hún tengist við vatn, rafmagn, köfnunarefni og internet. „Síðan tökum við sæðið og réttum þeim út um gluggann og einhverjum klukkutímum seinna skila þeir okkur frosnu kyngreindu sæði.“

Rannsóknarstöðin er í smíðum núna hjá hollensku dótturfyrirtæki STgenetics og verður Ísland fyrsta viðkomuland hennar. „Þeir fá þessa hugdettu hvort þeir gætu sett þetta upp í stórum flutningavagni, af því það eru margir í okkar sporum sem þurfa kyngreiningu kannski í fáar vikur eða daga sem dugar svo allt árið,“ segir Sveinbjörn.

Ávinningurinn af kyngreindu sæði felist í því að bændur geti sætt betri kýrnar í fjósinu og gengið nánast að því vísu að fá kvígu sem sé mun verðmætari en naut. Að sama skapi sé hægt að sæða lakari kýrnar með holdanautasæði sem gefi af sér grip sem framleiði meira kjöt en ella.

Þetta muni jafnframt hraða kynbótum á íslenska mjólkurkúakyninu, en Sveinbjörn bendir á að mikilvægt sé að koma upp einhverju skipulagi á notkun kyngreinds sæðis. Ef ekki, gæti endað svo að það fengjust engin naut til að framleiða sæðið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...