Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá sæðistöku á Nautastöðinni.
Frá sæðistöku á Nautastöðinni.
Mynd / Aðsend
Af vettvangi Bændasamtakana 27. febrúar 2024

Kyngreining á sæði og stoðir nautgriparæktar

Höfundur: Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvar BÍ

Undirbúningi fyrir kyngreiningu á nautasæði miðar vel. Þó er engu lokið fyrr en því er lokið og enn á eftir að skilgreina ferlið betur þannig að þessi þáttur nautgriparæktarinnar geti skilað því sem að er stefnt í kynbótum á íslenska kúakyninu.

Sveinbjörn Eyjólfsson.

Okkur hefur alls staðar verið tekið vel og bæði GENO í Noregi og Viking í Danmörku bjóða þá aðstoð sem þeir geta veitt. En það eru nokkur atriði sem þarf að vinna betur.

Í fyrsta lagi er það gæði sæðisins. Við vitum að þar sem kyngreining fer fram eru alls ekki öll naut nothæf í þá vinnslu. Það er einungis sá hluti sem gefur besta sæðið sem fer í kyngreiningu. Við erum í ákveðnum vandræðum hvað þann þátt varðar því það virðist ómögulegt að koma íslenska sæðinu til skoðunar hjá öðrum og í prufuvinnslu.

Svo er sá tækjabúnaður sem við höfum hér við að greina gæði einfaldari en sá sem notaður er annars staðar og e.t.v. ekki eins öflugur. Að senda sæði til annarra landa kallar á óhemju kostnað og enn meiri skriffinnsku þar sem Ísland er skilgreint sem þriðja ríki í samfélagi þjóðanna hvað landbúnað varðar. Við vitum að nautin gefa misgott sæði og það heldur misvel við þeim en við trúum að þetta verði hægt hjá okkur eins og öðrum.

Í öðru lagi þarf að gjörbylta framkvæmd sæðinga. Við verðum að fá bændur til að sæða kvígurnar. Það er grundvallaratriði í breyttu ferli að sæða helst allar kvígur. Með erfðamati á kynbótagildi nauta tókst að stytta kynslóðabil í ræktun verulega og ef við náum kvígunum inn í sæðingar þá heldur sú þróun áfram. Það er vitað að kvígur á búum þar sem bústjórn er til fyrirmyndar halda mjög vel. Og þar sem kyngreint sæði er mun þynnra en venjulegt sæði verður að fá þá gripi inn í kynbótastarfið ef þessi aðgerð á að skila því sem að er stefnt. Nú er 70% kálfa fyrsta kálfs kvígna undan heimanautum!! Breytist það ekki snarlega má næstum segja að kyngreining á sæði sé til einskis.

Í þriðja lagi þarf að setja upp áætlun um hvernig við náum áfram nautum á stöð undan bestu kúnum/ kvígunum. Bæði í Danmörku og Noregi vinnur nautgriparæktin þannig að hluti af bestu kvígukálfunum er lánaður/seldur ræktunarstöðvunum. Þar eru teknir úr þeim fósturvísar, sem settir eru upp hjá bændum. Komi nautkálfur þá hafa ræktunarstöðvarnar kauprétt á þeim ef erfðamatið er hátt. Þetta er gert nokkrum sinnum og að endingu eru kvígurnar sæddar (með ókyngreindu sæði) og þeim skilað heim á búin eða þær seldar. Og komi nautkálfur er forkaupsréttur að þeim. Við verðum að setja upp svipað kerfi til að tryggja bestu mögulegu endurnýjun nauta.

Næstu skref í okkar vinnu er að heimsækja þá tvo aðila sem framleiða tæki til kyngreiningar. Tækin vinna nokkuð svipað en þó ekki alveg eins. Það sem mun skipta okkur mestu máli fyrir utan verð er sú þjónusta sem aðilarnir bjóða. Hún lýtur að skipulagi rannsóknarstofu og vinnubragða. Hún lýtur að þjálfun starfsfólks. Og hún lýtur að þeirri þjónustu sem boðin er samhliða framleiðslu. Það er veigamikill þáttur því framleiðslan er það sérhæfð og tækin líka að engin leið verður til að þessi þjónusta verði veitt hér innanlands.

Það er með þennan þátt í ræktunarstarfinu eins og nautgriparæktina í heild. Þegar fjöldinn tekur á þá tekst okkur. En ef margir ætla að njóta vinnu fárra þá tekur þetta allt of langan tíma. Við getum verið alveg viss um að það gerir þetta enginn fyrir okkur. Eins og áður verðum við að gera þetta sjálf. Nú er tíminn, bændur – nú er tíminn.

Skylt efni: nautgriparækt

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f