Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Af 665 dýra hreindýraveiðikvóta veiddust í haust 664 dýr. Þessi kýr var felld á Fellaheiði.
Mynd / sá
Af 665 dýra hreindýraveiðikvóta veiddust í haust 664 dýr. Þessi kýr var felld á Fellaheiði. Mynd / sá
Mynd / Steinunn Ásmundsdóttir
Fréttir 29. september 2025

Kvótinn fullnýttur þetta haustið

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hreindýraveiðitímabilinu er lokið. Veiða mátti 665 hreindýr í ár, 400 tveggja vetra og eldri tarfa og 265 kýr.

Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur á Stjórnunar- og verndarsviði Náttúruverndarstofnunar, segir að veiðar hafi gengið vel á tímabilinu. „Veður var með eindæmum gott til 20. ágúst en eftir það til loka veiðitímans 20. september skiptust á skin og skúrir. Þá var þokusælt á mörgum svæðum og miklar rigningar. Dýrin voru undantekningarlítið vel á sig komin og væn,“ segir hann.

Tuttugu dýr í nóvemberveiði

Náðist að fella öll dýr sem fella átti nú í haust utan eins kýrleyfis á veiðisvæði 7, sá veiðimaður skilaði sér ekki til veiða né skilaði inn sínu leyfi til endurúthlutunar.  Að sögn Jóhanns voru 20 leyfi fyrir kýr sem veiða má á veiðisvæði 9  á Mýrum og Suðursveit gefin út sem nóvemberleyfi og þau ber að veiða á tímabilinu frá 1. til 20 . nóvember.

„Nýútskrifaðir leiðsögumenn fóru nokkrar veiðiferðir með sína veiðimenn á þessu tímabili og gekk þeim yfirleitt vel,“ segir Jóhann enn fremur.

Varfærni í veiðikvóta

Náttúrustofa Austurlands lagði til að veiðikvóti ársins 2025 væri 665 hreindýr; 265 kýr og 400 tarfar sem var 131 dýri færra en í fyrra. Skv. ársskýrslu NA frá í fyrra var miðað við að fjöldi dýra fyrir burð 2025 yrði um 3.300 dýr og veiðiálag yrði lágt, eða um 20%, vegna óvissu um breytingu á útbreiðslu dýra, skekktra kynjahlutfalla og nýliðunarbrests á ákveðnum svæðum. Ef miðað hefði verið við forsendur fyrri ára um 25-27% veiðiálag hefði kvótinn átt að vera 825 dýr. Eins og fyrr var lagt til að kálfar og veturgamlir tarfar yrðu friðaðir. Varfærni í tillögum um kvóta ársins kom m.a. til vegna þeirrar óvissu sem að skapast hefur um fjölda dýra og breytta hagagöngu undanfarin ár.

Skylt efni: hreindýraveiðar | fréttir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...