Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kvikmyndin Konungur fjallanna
Lesendarýni 25. september 2023

Kvikmyndin Konungur fjallanna

Höfundur: Guðni Ágústsson

Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar sem fram fór frumsýning á kvikmyndinni Konungur fjallanna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur á Landmannaafrétti, lét gesti sína bíða eftir sér eins og alvöru kvikmyndastjarna.

Mikil eftir­vænting lá í loftinu og smalar og vinir fjallmannanna voru mættir. Ekkert er jafn heillandi eins og göngur og réttir á haustin. Myndin fangaði vel ævintýrið um líf og starf sauðfjárbóndans frá sauðburði til rétta. En hæst reis myndin við smalamennsku í einu fegursta fjalllendi Íslands inn við Landmannalaugar og Hekla er drottning öræfanna þar sem fjallkóngurinn Kristinn Guðnason stýrir liði sínu til smalamennsku. Myndin sýnir vel töfra íslenskrar náttúru, þar sem smalinn fer um fjöll og firnindi, sundríður ár og rekur lagðprúða hjörðina til rétta. Fjallkóngurinn er sögumaður myndarinnar. Þar bregst Kristinn ekki, af hógværð og festu segir hann söguna. Kristinn er sannur bóndi og rekur af tilfinningu, þann unað sem smalamennskur, sauðkindin og hesturinn gefur bóndanum. Hann ann afrétti sínum og í 42 ár hefur hann stýrt liði sínu og farið í smalaferðir í ein sextíu ár. Gestir kóngsins og smalanna eru svo fólk frá mörgum þjóðlöndum, margir koma aftur haust eftir haust. Hver sá sem horfir á þessa mynd skilur á eftir hvílík menning er fólgin í smalamennskum um afrétti landsins. Hestar og menn svitna saman og gleðin yfirgnæfir allt erfiði. Myndinni er leikstýrt af Arnari Þórissyni og framleiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdimarsdóttir. Tónlist er í höndum Úlfs Eldjárn og hljóð Péturs Einarssonar. Þessa kvikmynd verða allir að horfa á og hana ætti að sýna í skólum landsins. Myndin er ákall um forna og nýja menningu og landbúnað sem er einstakur á veraldarvísu. Ég skora á Sunnlendinga að njóta kvikmyndarinnar Konungur fjallanna í Bíóhúsinu á Selfossi næstu vikur. Enn fremur verður hún sýnd í Laugarásbíói í Reykjavík. Myndin kallar á fjölskylduferð í bíó.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...