Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kvikmyndin Konungur fjallanna
Lesendarýni 25. september 2023

Kvikmyndin Konungur fjallanna

Höfundur: Guðni Ágústsson

Bíóhúsið á Selfossi var troðfullt af fólki sunnudagskvöldið 10. sept. sl. þar sem fram fór frumsýning á kvikmyndinni Konungur fjallanna. Kristinn Guðnason, fjallkóngur á Landmannaafrétti, lét gesti sína bíða eftir sér eins og alvöru kvikmyndastjarna.

Mikil eftir­vænting lá í loftinu og smalar og vinir fjallmannanna voru mættir. Ekkert er jafn heillandi eins og göngur og réttir á haustin. Myndin fangaði vel ævintýrið um líf og starf sauðfjárbóndans frá sauðburði til rétta. En hæst reis myndin við smalamennsku í einu fegursta fjalllendi Íslands inn við Landmannalaugar og Hekla er drottning öræfanna þar sem fjallkóngurinn Kristinn Guðnason stýrir liði sínu til smalamennsku. Myndin sýnir vel töfra íslenskrar náttúru, þar sem smalinn fer um fjöll og firnindi, sundríður ár og rekur lagðprúða hjörðina til rétta. Fjallkóngurinn er sögumaður myndarinnar. Þar bregst Kristinn ekki, af hógværð og festu segir hann söguna. Kristinn er sannur bóndi og rekur af tilfinningu, þann unað sem smalamennskur, sauðkindin og hesturinn gefur bóndanum. Hann ann afrétti sínum og í 42 ár hefur hann stýrt liði sínu og farið í smalaferðir í ein sextíu ár. Gestir kóngsins og smalanna eru svo fólk frá mörgum þjóðlöndum, margir koma aftur haust eftir haust. Hver sá sem horfir á þessa mynd skilur á eftir hvílík menning er fólgin í smalamennskum um afrétti landsins. Hestar og menn svitna saman og gleðin yfirgnæfir allt erfiði. Myndinni er leikstýrt af Arnari Þórissyni og framleiðendur myndarinnar eru Áslaug Pálsdóttir og Guðrún Hergils Valdimarsdóttir. Tónlist er í höndum Úlfs Eldjárn og hljóð Péturs Einarssonar. Þessa kvikmynd verða allir að horfa á og hana ætti að sýna í skólum landsins. Myndin er ákall um forna og nýja menningu og landbúnað sem er einstakur á veraldarvísu. Ég skora á Sunnlendinga að njóta kvikmyndarinnar Konungur fjallanna í Bíóhúsinu á Selfossi næstu vikur. Enn fremur verður hún sýnd í Laugarásbíói í Reykjavík. Myndin kallar á fjölskylduferð í bíó.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f