Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Mara 1662742-0085
Mara 1662742-0085
Á faglegum nótum 9. júlí 2025

Kvígur frá NautÍs

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktunar hjá RML.

Uppbygging hreinræktaðrar Angus-hjarðar hjá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á StóraÁrmóti hefur gengið vel á undanförnum árum og stöðin því aflögufær með kvígur. Á þessu ári eru boðnar til kaups sjö hreinræktaðar Angus-kvígur. Hér á eftir fer örstutt kynning á þeim kvígum sem standa til boða núna. Kvígurnar dæmdu og lýstu þær Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnarsdóttir hjá RML. Varðandi lýsingar þessara gripa er mikilvægt að hafa í huga að hér er um mun holdfylltari gripi að ræða en við eigum að venjast hérlendis.

Kvígurnar eru dætur Jenna 21405, Lilla 22402 og Manitu av Høystad NO74081 og móðurfeðurnir eru Hovin Hauk NO74043, Jens av Grani NO74061, Laurens av Krogedal NO74075 og Li‘s Great Tigre NO74039. Þetta eru þetta naut sem eru þekkt að því að gefa góðar kýr til undaneldis, bæði hvað varðar burð og aðra mæðraeiginleika.

Mara 1662742-0085

Mara 1662742-0085

Fædd 18. apríl 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:

F. Manitu av Høystad NO74081 
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703 
Fm. Gloria av Grani NO32459 
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527 
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474 
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U 
Fmm. NO27595 

M. Rauðka IS1662742-0057
Mf. Laurens av Krogedal NO74075
Mm. Fóstra-ET IS1662742-0008
Mff. Horgen Erie NO74029
Mfm. 1879 av Krogedal NO31897
Mmf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mmm.Lara av Høystad NO49943

Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svört, kollótt Mara er vöðvafyllt og falleg kvíga. Bakið er breitt og vöðvað, lærahold mjög góð. Fótstaða góð og klaufir vel gerðar. Ákaflega rólegur gripur.

Umsögn: Fæðingarþungi var 38 kg. Við vigtun 7. maí 2025 vó Mara 453 kg og hafði því vaxið um 1.081 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 54,0 mm, ómfita: 6,20 mm.

Staða: Fengin við Linda 24408 (óstaðfest).

Messa 1662742-0087

Messa 1662742-0087

Fædd 18. apríl 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:

F. Manitu av Høystad NO74081 
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703 
Fm. Gloria av Grani NO32459 
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474 
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U 
Fmm. NO27595

M. Jenna IS1662742-0041
Mf. Jens av Grani NO74061
Mm. Eir-ET IS1662742-0019
Mff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8
Mfm. Evy av Grani NO30798
Mmf. Horgen Erie NO74029
Mmm.Maiken av Grani NO102576

Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svört, kollótt. Messa er stór og falleg kvíga með mikinn og vel gerðan frampart. Lærahold eru mjög góð og fótstaða sterkleg en klaufir aðeins brattar. Ákaflega rólegur gripur.

Umsögn: Fæðingarþungi var 37 kg. Við vigtun 7. maí 2025 vó Messsa 465 kg og hafði því vaxið um 1.120 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 62,4 mm, ómfita: 8,40 mm.

Staða: Fengin við Linda 24408 (óstaðfest).

Molta 1662742-0091

Molta 1662742-0091

Fædd 29. apríl 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:

F. Manitu av Høystad NO74081 
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703 
Fm. Gloria av Grani NO32459 
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527 
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474 
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U 
Fmm. NO27595

M. Læða IS1662742-0060
Mf. Laurens av Krogedal NO74075
Mm. Sveina-ET IS1662742-0004
Mff. Horgen Erie NO74029
Mfm. 1879 av Krogedal NO31897
Mmf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mmm.Letti av Nordstu NO100514

Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svört, kollótt. Molta er breiðvaxin og þroskamikil kvíga. Vöðvafylling er mikil og lærin breið og vel vöðvuð. Fótstaða er góð en klaufir litlar og brattar. Örlítið kvik í skapi.

Umsögn: Fæðingarþungi var 40 kg. Við vigtun 7. maí 2025 vó Molta 430 kg og hafði því vaxið um 1.303 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 64,0 mm, ómfita: 6,20 mm.

Staða: Fengin við Linda 24408 (óstaðfest).

Móna 1662742-0093

Móna 1662742-0093

Fædd 4. maí 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:

F. Manitu av Høystad NO74081 
Ff. GB542697200703 Netherton Americano M703 
Fm. Gloria av Grani NO32459 
Fff. GB542697100527 Netherton Mr Rader J527 
Ffm. GB542697400474 Netherton Annie H474 
Fmf. CA1469322 HF El Tigre 28U 
Fmm. NO27595 

M. Lúra IS1662742-0062
Mf. Laurens av Krogedal NO74075
Mm. Assa-ET IS1662742-0018
Mff. Horgen Erie NO74029
Mfm. 1879 av Krogedal NO31897
Mmf. Hovin Hauk NO74043
Mmm.Mose av Grani NO102588

Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svört, kollótt. Móna er falleg og vel vöðvafyllt kvíga. Framparturinn er vöðvaður og góður, bakið breitt og vel fyllt. Fótstaða er sterkleg og klaufir vel gerðar. Ákaflega rólegur gripur.

Umsögn: Fæðingarþungi var 34 kg. Við vigtun 7. maí 2025 vóg Móna 430 kg og hafði því vaxið um 1.076 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 56,3 mm, ómfita: 8,50 mm.

Staða: Fengin við Linda 24408 (óstaðfest).

Jafna 1662742-0098

Jafna 1662742-0098

Fædd 1. júní 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:

F. Jenni 21405 
Ff. Jens av Grani NO74061 
Fm. Vænting-ET IS1662742-0021 
Fff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8
Ffm. Evy av Grani NO30798 
Fmf. Horgen Erie NO74029 
Fmm. Maiken av Grani NO102576 

M. Silla-ET IS1662742-0005
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Mm. Lara av Høystad NO49943
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Mfm. Elise fra Li NO30822
Mmf. Ivar fra Li NO74047
Mmm.Helle av Høystad NO34418

Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svört, kollótt. Jafna er fíngerð kvíga með góða vöðvafyllingu í baki og lærum. Fótstaða er góð og klaufir vel gerðar. Örlítið kvik í skapi.

Umsögn: Fæðingarþungi var 37 kg. Við vigtun 7. maí 2025 vó Jafna 364 kg og hafði því vaxið um 962 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 56,4 mm, ómfita: 6,20 mm.

Staða: Fengin við Massa 24406 (óstaðfest).

Jóna 1662742-0100

Jóna 1662742-0100

Fædd 2. júní 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Jenni 21405 
Ff. Jens av Grani NO74061 
Fm. Vænting-ET IS1662742-0021 
Fff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8 
Ffm. Evy av Grani NO30798 
Fmf. Horgen Erie NO74029 
Fmm. Maiken av Grani NO102576 

M. Lukka IS1662742-0059
Mf. Laurens av Krogedal NO74075
Mm. Eir-ET IS1662742-0019
Mff. Horgen Erie NO74029
Mfm. 1879 av Krogedal NO31897
Mmf. Horgen Erie NO74029
Mmm. Maiken av Grani NO102576

Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svört, kollótt. Jóna er fremur smá og fíngerð. Bak- og lærahold eru ágæt og dýpt lærvöðva góð. Fótstaða er góð og klaufir vel gerðar. Örlítið kvik í skapi.

Umsögn: Fæðingarþungi var 35 kg. Við vigtun 7. maí 2025 vó Jóna 345 kg og hafði því vaxið um 914 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 56,3 mm, ómfita: 6,10 mm.

Staða: Fengin við Massa 24406 (óstaðfest).

Lilla 1662742-0101

Lilla 1662742-0101

Fædd 14. júní 2024 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:

F. Lilli 22402 
Ff. Laurens av Krogedal NO74075 
Fm. Silla-ET IS1662742-0005 
Fff. Horgen Erie NO74029 
Ffm. 1879 av Krogedal NO31897 
Fmf. Li‘s Great Tigre NO74039 
Fmm. Lara av Høystad NO49943 

M. Assa-ET IS1662742-0018
Mf. Hovin Hauk NO74043
Mm. Mose av Grani NO102588
Mff. AUVTMB1 Te Mania Berkley B1
Mfm. Hovin Victoria NO23868
Mmf. First-Boyd fra Li NO74033
Mmm. Kaja av Grani 0794

Lýsing: Af Aberdeen Angus-kyni. Svört, kollótt Lilla er yngsta kvíga árgangsins. Hún er vel gerð með góða fyllingu um herðar og í baki. Læri ágætlega vöðvafyllt. Fótstaða er sterkleg og klaufir vel gerðar. Örlítið kvik í skapi.

Umsögn: Fæðingarþungi var 37 kg. Við vigtun 7. maí 2025 vó Lilla 370 kg og hafði því vaxið um 1.018 g/ dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 53,5 mm, ómfita: 6,80 mm.

Staða: Fengin við Massa 24406 (óstaðfest).

Skylt efni: NautÍs | angus kvígur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...