Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
List 1662742-0066
List 1662742-0066
Á faglegum nótum 5. júlí 2024

Kvígur frá NautÍs

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML

Uppbygging hreinræktaðrar Angus-hjarðar hjá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti hefur gengið vel á undanförnum árum og stöðin því aflögufær með kvígur.

Á þessu ári eru boðnar til kaups þrjár hreinræktaðar Angus-kvígur. Hér á eftir fer örstutt kynning á þeim kvígum sem standa til boða núna. Kvígurnar voru dæmdar af þeim Ditte Clausen og Lindu Margréti Gunnarsdóttur hjá RML. Varðandi lýsingar þessara gripa er mikilvægt að hafa í huga að hér er um mun holdfylltari gripi að ræða en við eigum að venjast hérlendis.

Kvígurnar eru dætur Laurens av Krogedal NO74075 og móðurfeðurnir eru Jens av Grani NO74061 og Li‘s Great Tigre NO74039. Þetta eru naut sem eru þekkt að því að gefa góðar kýr til undaneldis, bæði hvað varðar burð og aðra mæðraeiginleika.

List 1662742-0066

Fædd 24. apríl 2023 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

List 1662742-0066

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
M. Jata IS1662742-0043
Ff. Horgen Erie NO74029
Mf. Jens av Grani NO74061
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Mm. Systa-ET IS1662742-0014
Fff. Horgen Bror NO55754

Mff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8
Ffm. Horgen Soria NO27377
Mfm. Evy av Grani NO30798
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Mmf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207
Mmm. Letti av Nordstu NO100514

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Meðalstór, boldjúp og útlögumikil kvíga með góðar malir og djúpan og mikinn lærvöðva. Góð fótstaða og klaufir. Falleg kvíga.

Umsögn: Fæðingarþungi var 31 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó List 416 kg og hafði því vaxið um 1.016 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 63,0 mm, ómfita: 7,51 mm.

Staða: Ófengin.

Lykkja 1662742-0076

Lykkja 1662742-0076

Fædd 25. maí 2023 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
M. Silla-ET IS1662742-0005
Ff. Horgen Erie NO74029
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Mm. Lara av Høystad NO49943
Fff. Horgen Bror NO55754
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Ffm. Horgen Soria NO27377
Mfm. Else fra Li NO30822
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Mmf. Ivar fra Li NO74047
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207
Mmm. Helle av Høystad NO34418

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Meðalstór, fremur boldjúp, útlögumikil og vel gerð kvíga. Góður frampartur og langar malir. Læraholdin góð, mikill og nokkuð djúpur lærvöðvi. Góð og sterkleg fótstaða, eilítið náin að aftan. Falleg kvíga.

Umsögn: Fæðingarþungi var 39 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó Lykkja 400 kg og hafði því vaxið um 1.037 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 62,3 mm, ómfita: 5,09 mm.

Staða: Ófengin.

Lóa 1662742-0077

Lóa 1662742-0077

Fædd 25. maí 2023 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
M. Systa-ET IS1662742-0014
Ff. Horgen Erie NO74029
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Mm. Letti av Nordstu NO100514
Fff. Horgen Bror NO55754
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Ffm. Horgen Soria NO27377
Mfm. Else fra Li NO30822
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Mmf. Dunder av Bognes NO74025
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207
Mmm. Janne av Nordstu NO39302

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Meðalstór, boldjúp og útlögumikil kvíga með góðan frampart. Lærahold eru sérlega góð og mikil með mikla fyllingu og djúpan vöðva. Góð fótstaða og klaufir. Falleg kvíga.

Umsögn: Fæðingarþungi var 37 kg. Við vigtun 7. maí 2024 vó Lykkja 401 kg og hafði því vaxið um 1.046 g/dag frá fæðingu.

Ómvöðvi: 56,1 mm, ómfita: 8,71 mm.

Staða: Ófengin.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...