Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kvenfélagskonurnar með þeim Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem heimsóttu þær nýlega og voru með skemmtilega fræðslu. Með í för var Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, sem er faðir Bergþórs.
Kvenfélagskonurnar með þeim Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem heimsóttu þær nýlega og voru með skemmtilega fræðslu. Með í för var Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, sem er faðir Bergþórs.
Mynd / MHH
Líf og starf 26. apríl 2019

Kvenfélag Grímsneshrepps 100 ára

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Kvenfélag Grímsneshrepps mun fagna 100 ára afmæli félagsins laugardaginn 24. apríl næstkomandi en þá er öld frá því að tuttugu konur komu saman og stofnuðu félagið.  
 
„Við erum að leggja lokahönd á að skrifa 100 ára sögu félagsins sem hefur verið heilmikið verk og lærdómur að fara í gegnum öll gögn sem finnast yfir starfið og sögurnar í kringum starfið. Við stefnum á að bókin komi út í kringum afmælisdaginn stóra, 24. apríl. Söguritari er Margrét Sveinbjörnsdóttir frá Heiðabæ í Þingvallasveit,“ segir Laufey Guðmundsdóttir, formaður félags­ins.  
 
Kvenfélagið stóð fyrir málþingi á Borg laugardaginn 9. mars þar sem spurt var „Hver eru gildi frjálsra félagasamtaka fyrir samfélög?“ Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heiðraði þingið með nærveru sinni og stuttu ávarpi.  Hér er hann með Laufeyju, formanni félagsins.
 
100 ára afmælinu verður líka fagnað á afmælisdaginn sjálfan með mat, skemmtun og balli fyrir félagskonur, maka og sveitunga, allir  eru velkomnir á þá skemmtun.  
 
Dagana 26. apríl til 1. maí ætla kvenfélagskonurnar að skella sér til Póllands og heimsækja Varsjá.  
„Grímsævintýrin okkar á Borg verða að sjálfsögðu á sínum stað laugardaginn eftir verslunarmannahelgina og reiknum við með að gera flotta dagskrá í ár líkt og vanalega. Tombólan okkar fræga, sem félagið hefur haldið árlega frá árinu 1926, verður á sínum stað. Og markaður, kaffisala, hoppukastalar og skemmtun fyrir börn og fullorðna,“ bætir Laufey við. 
 
Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi er einn af hápunktum í starfi kvenfélagsins en dagurinn er alltaf laugardaginn eftir verslunarmannahelgi. Hér eru þær Þóranna Snorradóttir og Sigríður Björnsdóttir kvenfélagskonur, hressar og kátar á markaðnum á Grímsævintýrum.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...