Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kveðja formanns
Af vettvangi Bændasamtakana 8. mars 2024

Kveðja formanns

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Ágæti lesandi.

Gunnar Þorgeirsson

Í upphafi vil ég nota tækifærið og óska Trausta Hjálmarssyni til hamingju með kjör til formanns Bændasamtakanna, sendi ég honum mínar bestu óskir í áframhaldandi baráttu fyrir landbúnaðinn. Búnaðarþing, sem fer með æðsta vald í málefnum Bændasamtaka Íslands, kemur saman dagana 14. og 15. mars næstkomandi, þar sem Trausti mun formlega taka til starfa ásamt nýrri stjórn.

Síðastliðin fjögur ár hef ég gegnt embætti formanns Bændasamtaka Íslands. Það hefur verið bæði ögrandi og gefandi verkefni í senn. Síðustu ár hefur samtökunum tekist að standa sterk á velli sem samtök frumframleiðenda í landbúnaði og mikilvægt er að unnið verði áfram að þeirra málum til framtíðar. Mikilvægt er að standa vörð um atvinnufrelsi bænda og að hvergi sé hvikað frá þeim stjórnarskrárvörðum réttindum. Víða í regluverkinu gleymum við að frumframleiðslan er að uppistöðu til neyslu innanlands og þau tækifæri þurfum við að nýta og um leið tryggja fæðusjálfstæði þjóðarinnar á þessum undarlegum tímum ófriðar í okkar stóra heimi. Allar væringar í ófriðarátt eru mér hugleiknar þar sem við teljum sjálfsagt að það sé alltaf til matur og það nóg af honum, á öllum tímum ársins.

Stór hluti þessara áskorana felst í að við sem framleiðendur sitjum raunverulega við sama borð og aðrir sem eru með markað hér á landi, en þar á ég við tollverndina sem er lykilþáttur í starfsumhverfi greinarinnar. Við þurfum að standa vörð um sérstöðu landsins þar sem sjúkdómar og önnur óværa geti ekki rýrt þá gæðaframleiðslu sem borin er á borð landsmanna.

Þar sem þetta er minn síðasti leiðari í þessu annars frábæra blaði sem Bændablaðið er, vil ég koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa unnið með okkur í að ná fram þeim markmiðum að bera virðingu fyrir landbúnaði og þeim vörum sem eru framleiddar af kostgæfni allt í kringum landið. Heilnæmum afurðum sem laus eru við sýklalyfjanotkun og unnin úr hreinu vatni, en það er ekki staðan víða í heiminum. Einnig vil ég þakka okkar frábæra og hæfa starfsfólki sem vinnur fyrir okkur bændur alla daga og allan sólarhringinn þar sem allir eru á vaktinni að standa vörð um bændur og atvinnugreinina. Þá vil ég þakka þeim stjórnarmönnum sem hafa verið í stjórn Bændasamtakanna þessi fjögur ár sem ég hef gegnt stjórnarformennsku.

Megi landbúnaðinum farnast vel til framtíðar með sókn að leiðarljósi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...