Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Kúruteppi úr lopa og mohair
Hannyrðahornið 2. mars 2015

Kúruteppi úr lopa og mohair

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Hér er uppskrift að kúruteppi úr lopa og mohair úr smiðju Ingu Þyri. 
 
Mál
Hver ferningur er 20x20 cm. Allt teppið er 80x120 cm.
Nú eru börn svo misstór nýfædd þannig að í cm væri þetta ca 50/60 , 62/68, 74/88.
 
Efni
Hvítur plötulopi no 01 x 2 plötur
Rauður plötulopi no 78 x 2 plötur
garn.is mohair Fífa rautt no 206 x 5 dokkur 
Kartopu firenze tiftik mohair hvítt no 010 x 1 dokka
Prjónar nr 6 og heklunál nr 5. 
 
Aðferð:
Prjónaðir eru með garðaprjóni 8 rauðir ferningar sem eru 1 þráður rauður plötulopi og 1 þráður rautt mohair prjónað saman.
 
8 hvitir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og einn  þráður hvítur Kartopu mohair saman.
8 rauð og hvít sprengdir ferningar sem eru einn þráður hvítur plötulopi og 1 þráður rautt mohair.
 
Ferningar
Fitjað laust upp 25 l og prjónað fram og til baka garðaprjón 28 garðar eða þar til fermningurinn mælist 20 cm.
 
Þegar búið er að prjóna alla 24 ferningana er gott að ganga frá öllum endum.
Gott er að raða ferningunum upp áður en byrjað er að hekla þá saman.  
Nú eru ferningarnir heklaðir saman fyrst langsum og svo þversum.
Leggið ferningana saman 2 og 2 og heklið þá saman með tvöföldum rauðum mohair þráðum.
Heklið 1 fastalykkju í efsta hægra hornið og stingið gegnum báða ferningana* 2 loftlykkjur 1 fastalykkju með ca 1 cm bili á milli, 1 fastalykkju*  Endurtakið þetta.
Passið að hafa jafnt bil á milli fastalykkjanna. Endið á 1 fastalykkju og slítið frá.
Því næst er heklað eins þversum á ferningana. Heklið svo kant kringum allt teppið á sama hátt.
Gætið þess að hekla kantinn laust.
Gengið frá endum og teppið þvegið varlega, gætið þess að skola vel og vandlega og gott að setja smá edik í síðasta skolvatnið til að rauði liturinn renni ekki til.
Leggið flatt til þerris.          
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...