Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Meginstoðir farsældar Þingeyjarsveitar. Meðal annars er stefnt að auknu samstarfi um landnýtingu.
Meginstoðir farsældar Þingeyjarsveitar. Meðal annars er stefnt að auknu samstarfi um landnýtingu.
Mynd / Stefna Þingeyjarsveitar 2024-2030
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til ársins 2030.

Fram kemur í nýrri stefnu Þingeyjarsveitar að helstu styrkleikar sveitarfélagsins séu m.a. taldir vera óteljandi náttúruperlur innan vébanda þess, fyrsta flokks skólastarf, blómleg ferðaþjónusta og öflugur landbúnaður, orkuauðlindir og dugmikið, drífandi fólk. Veikleikar eru taldir vera skortur á íbúðum, að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu, einsleit atvinnutækifæri og þjónusta í dreifðum byggðum.

Sér sveitarfélagið tækifæri í að nýta betur orkuauðlindir, auka samstarf við landeigendur um landnýtingu, ná fram tekjuaukningu í ferðaþjónustunni og nýta innviði frekar. Helstu áskoranir svæðisins eru taldar vera víðfeðmi og vegalengdir, að halda úti þróttmiklu menningarstarfi, ágangur á helstu náttúruperlur, samgöngur og öldrun íbúa. Meðal áherslna sveitarfélagsins er að styðja við aukna sjálfbærni í matvælaframleiðslu og stuðning við sérstöðu í þeim efnum og efling samstarfs og samvinna við landeigendur um uppbyggingu í þágu samfélagsins. Ráðgjafarfyrirtæki var fengið til að halda utan um gerð stefnunnar og voru haldnir þrír íbúafundir og fundað með fulltrúum atvinnulífs og starfsfólki sveitarfélagsins, auk annars samráðs, við gerð stefnunnar. Var hún kynnt rafrænt fyrir íbúum laust fyrir jól og er birt á vef Þingeyjarsveitar.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...