Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Bændur deildu um efni samnings við kaup á mjólkurkúm. Mynd tengist efni ekki beint.
Mynd / ál
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Ungur kúabóndi í Landeyjum var þá dæmdur til að greiða fyrrverandi kúabónda í Reykhólahreppi tæplega fimm milljónir króna, að frádreginni innborgun, vegna viðskipta með kýr
árið 2022.

Deildu bændurnir um efni samnings sem komist hafi á þeirra á milli um kaup á mjólkurkúm. Samið hafði verið um verð fyrir gripina en eftir afhendingu kúnna taldi kaupandinn þær haldnar göllum þannig að hann ætti kröfur á afslætti eða skaðabótum.

Dómara þótti kaupandi hvorki hafa sýnt fram á að verð fyrir hvern grip hafi verið ósanngjarnt eða óhóflegt, né að þeir hafi verið með lakari nytjum en hafi mátt gera ráð fyrir við kaupin. Þá þótti hann ekki hafa sýnt fram á að samningur þeirra hafi verið ósanngjarn. Dómari féllst því á kröfu stefnandans sem seldi kýrnar, um að stefndi kaupandinn bæri að greiða seljandanum um 4,8 milljóna króna að frádreginni innborgun og var stefnda einnig gert að greiða málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands þann 28. júní síðastliðinn.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...