Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúabændur vilja aukinn þunga í ímyndarmálum og kynningu á starfsgreininni
Mynd / MÞÞ
Fréttir 18. apríl 2017

Kúabændur vilja aukinn þunga í ímyndarmálum og kynningu á starfsgreininni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda fjallaði m.a. um kynningarmál og samfélagsmiðlaherferð sambandsins á aðalfundi LK á Akureyri á dögunum. 
 
Hún hóf störf hjá LK á liðnu ári og kom úr heimi ímyndar- og kynningarmála og varð strax ljóst að kúabændur vildu sjá aukinn þunga lagðan á ímyndarmál og kynningu í starfsgreininni.
 
„Í því þótti mér felast ótal tækifæri og stend föst á því. Þó umræðan í kringum búvörusamninga hafi verið ansi hörð á köflum færði hún okkur það að almenningur hefur opnað eyrun og hugann fyrir frakari umræðu um landbúnað,“ sagði Margrét.
 
Sýnileg á samfélagsmiðlum
 
Landssamband kúabænda hefur sótt fram á ýmsum miðlum, t.d. var opnaður reikningur á Twitter undir notendanafninu @isl_kyr, eða Íslenska kýrin. Þá hafa framkvæmdastjóri og formaður LK tekið að sér snapchat reikningana @ungurbondi og @reyndurbondi í þeim tilgangi að gera störf samtakanna sýnilegri auk þess að miðla fræðslu um nautgriparækt á Íslandi á nýstárlegan og aðgengilegan hátt. Þá eru samtökin einnig með síðu á Facebook sem m.a. er notuð til að deila fréttaumfjöllun um allt sem snýr að kúabúskap, starfsemi samtakanna og til að koma skilaboðum á framfæri til bænda.
 
Ferill mjólkurvara frá haga í maga
 
Að auki hefur markvisst verið unnið að því að koma forsvarsmönnum LK að í umræðunni þegar kemur að mjólkurframleiðslu, starfsumhverfi kúabænda og eða öðru er greininni viðkemur. Greinaskrif, opinber viðbrögð og viðtöl vegna ýmissa mála hafa markvisst færst í aukana á liðnu ári og stefnan að sögn Margrétar að halda þeirri þróun áfram. 
 
Greindi hún á aðalfundinum frá því að í undirbúningi væri samfélagsmiðlaherferð á vegum LK og stefnt að því að hefja hana á næstu vikum. 
 
„Verkefnið gengur út á fræðslu um starfsumhverfi kúabænda og feril mjólkurvara úr haga í maga,“ sagði hún. Efnið verður einungis ætlað til dreifingar á vefnum og aðgengilegt á heimasíðu samtakanna. Fengist hefur vilyrði fyrir því að nýta mjólkurfernur MS í kynningarskyni, sem hún sagði einn besta kynningarvettvang sem færi gæfist á. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...