Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kúabændur ósáttir
Mynd / gbe
Fréttir 30. janúar 2024

Kúabændur ósáttir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórn deildar nautgripabænda hjá BÍ er sammála um að þörf sé til að ræða stöðu nautakjötsframleiðslu þótt endurskoðun búvörusamninga sé frá.

Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að á fundi samninganefndar þann 14. janúar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að láta staðar numið og lauk endurskoðuninni þann 17. janúar. Strax frá upphafi hafi það verið afdráttarlaus afstaða samninganefndar ríkisins að ekki kæmi til greina að setja aukna fjármuni í samningana.

Vegna þessa eru ekki gerðar neinar tillögur að breytingum á gildandi samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Samninganefnd bænda leggur áherslu á að vinna við heildarendurskoðun búvörusamnings, sem á að taka gildi 2027, hefjist hið fyrsta.

Deild nautgripabænda lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu stjórnvalda til endurskoðunar. Fulltrúar kúabænda muni áfram vekja athygli á brestum í fjárhagsstöðu nautgripabænda og berjast fyrir bættri afkomu með öllum tiltækum leiðum.

Þá bindur stjórn deildar nautgripabænda vonir við nýjan verðlagsgrundvöll kúabúa sem mun fljótlega líta dagsins ljós.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...