Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga
Mynd / TB
Fréttir 29. mars 2016

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu nýja búvörusamninga

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Atkvæði hafa verið talin í atkvæðagreiðslu bænda um nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar. Bændur samþykktu báða samningana. 

Atkvæði féllu þannig um sauðfjársamning að 60,4% kjósenda samþykktu samninginn. 37,3% höfnuðu sauðfjársamningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 2,3% atkvæða. Alls voru 2944 á kjörskrá og 1671 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8%. 

Atkvæði féllu þannig um nautgripasamning að 74,7% kjósenda samþykktu samninginn. 23,7% höfnuðu samningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 1,6% atkvæða. Alls voru 1244 á kjörskrá og 881 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka kúabænda var 70,8%. 

Frestur til að greiða atkvæði rann út á miðnætti þriðjudagskvöldið 22. mars. 

Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar sl. Um var að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026. Stjórn Sambands garðyrkjubænda samþykkti garðyrkjusamninginn og rammasamningurinn var samþykktur meðal búnaðarþingsfulltrúa á síðasta Búnaðarþingi. 

Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...