Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kúabændur - styðjum samkomulagið
Skoðun 26. nóvember 2019

Kúabændur - styðjum samkomulagið

Höfundur: Guðmundur Bjarnason, bóndi á Svalbarði
Guðmundur Bjarnason.

Nú liggur fyrir samkomulag um endurskoðun samnings okkar kúabænda. Við skoðun virðist þetta vel unnið og í samræmi við umræður og þá línu sem lögð var á aðalfundi LK síðastliðið vor, sem undirritaður sat. Því á ég erfitt með að skilja uppþotið sem hefur orðið í kringum þetta samkomulag. Vissulega hefði ég viljað sjá að við næðum öllum okkar kröfum í gegn, þá sérstaklega hvað varðar hámarksverð á kvótamarkaði.

Kúabændur kusu kvótann áfram

Undirskriftarlistinn sem okkur kúabændum var boðið að skrifa undir hér fyrir nokkrum dögum skildi ég ekki öðruvísi en hvatningu til okkar fólks að freista þess að ná fram skýrari línum í ákveðnum atriðum og er ekkert athugavert við það. Mér þykir mjög miður að atkvæðagreiðslunni hafi verið frestað enda flest þau atriði, sem ég og fleiri teljum að megi vera skýrari, verða unnin í gegnum komandi reglugerðarvinnu. Það kom mér á óvart að í kjölfarið myndu vakna upp gamlir draugar sem finna allt að kvótakerfinu, sérstaklega eftir að 89,4% kúabænda kusu kvótann áfram í vor

Gildistaka um áramót lykilatriði

Ég hef áhyggjur af því hvernig umræðan virðist vera að þróast. Einhverjir tala jafnvel um hálfklárað verk, en ég get ekki litið svo á. Veigamiklar og nauðsynlegar breytingar eru staðfestar í samkomulaginu, breytingar sem ég met að verði að taka gildi um áramót, annars er óvissa greinarinnar orðin nokkuð mikil enn og aftur. Ef að endurskoðaður samningur hefur ekki tekið gildi um áramótin þá heldur núgildandi samningur áfram. Það þýðir að viðskipti með greiðslumark verða engin enda hefur ríkið einungis innlausnarskyldu út árið 2019. Því skil ég ekki hvernig einstaka kúabændur geta lagt til að endurskoðun verði ekki kláruð fyrr en í maí á næsta ári, líkt og getið er um í aðsendri grein í Bændablaðinu nú fyrir stuttu. Því er ég algjörlega ósammála.

Ég sé heldur ekki hvað er slæmt við að verðlagsmálin verði eins og þau eru þar til starfshópur um þau hefur skilað af sér í maí. Verðlagsmálin eru okkur það mikilvæg að óábyrgt væri að ana að breytingum breytinganna vegna. Við kúabændur fáum að kjósa um þær niðurstöður starfshópsins og það mætti jafnvel líta svo á að þetta sé betra fyrirkomulag. Með þessu fáum við að taka afstöðu til einstakra atriða samkomulagsins.

Ég fagna því að samkomulagið sé komið fram og mun styðja það í atkvæðagreiðslu. Með gildistöku endurskoðunarinnar verður loks eytt þeirri óvissu sem kúabændur hafa búið við undanfarin ár, allt frá því ritað var undir að afleggja ætti kvótakerfið í samningum 2016.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...