Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga afhentu sveitastjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu nýverið um að það legði fram 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í héraði.
Mynd / Vefsíða Sveitarfélags Skagafjarðar
Fréttir 22. júlí 2021

KS leggur til 200 milljónir króna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Kaupfélag Skagfirðinga, KS ætlar að leggja til 200 milljónir króna á næstu tveimur árum til samfélagslegra verkefna í Skagafirði.

Forsvarsmenn Kaupfélagsins afhentu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar og oddvita Akrahrepps yfirlýsingu þess efnis nýverið. Peningarnir eru hugsaðir sem stuðningur við verkefni á vegum sveitarfélaganna í Skagafirði með það að markmiði að bæta búsetugæði í héraði, meðal annars með því að bæta göngustíga, malbika sérstök svæði, fjölga útivistarsvæðum, bæta félagsaðstöðu íbúa og margt annað er varðar umhverfi og búsetugæði.

Með þessu meðal annars vill Kaupfélag Skagfirðinga undirstrika samfélagslega ábyrgð sína og skapa sem bestar aðstæður og umhverfi fyrir íbúa Skagafjarðar. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sagði við athöfnina að hann væri afar þakklátur fyrir það rausnarlega framlag sem Kaupfélag Skagfirðinga legði til uppbyggingar samfélagslegra verkefna í Skagafirði.

Slíkur stuðningur væri ekki sjálfsagður en sýndi vel afstöðu kaupfélagsins til uppbyggingar samfélagsins og virkrar þátttöku atvinnulífsins í sínu nærumhverfi. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...