Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Krúttleg húfa
Hannyrðahornið 17. apríl 2018

Krúttleg húfa

Höfundur: Handverkskúnst
Ég féll alveg fyrir þessari húfu og prjónaði eina. Uppskriftin Drops Baby 29-9 samanstendur af buxum og peysu í stíl við húfuna. Húfan er prjónuð úr Baby Merino en einnig er hægt að nota Alpaca og BabyAlpaca Silk frá Drops. 
 
Stærðir:  
(fyrirburi) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
 
Höfuðmál:
ca (28/32) 34/38 - 40/42 - 42/44 - 44/46 (48/50 - 50/52) cm 
Garn: Drops Baby Merino - 50 g í allar stærðir
 
Prjónar:
Hringprjónn 40 cm, nr 3 og sokkaprjónar nr 3– eða þá stærð sem þarf til að 27 lykkjur verði 10 cm á breidd.
 
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: 
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.
 
Munstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Veljið rétt mynstur fyrir stærð. 
 
ÚRTAKA-1:
ATH: Öll úrtaka er gerð frá réttu.
 
Fækkið lykkjum þannig: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), prjónið sléttprjón þar til 3 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), 1 kantlykkja með garðaprjóni.
 
HÚFA:
Húfan er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður. Fitjið upp (79) 89-99-103-107 (115-121) lykkjur á hringprjón 3 með Baby Merino. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, þar til stykkið mælist 3 cm. Prjónið nú þannig: (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur með garðaprjóni, A.1 yfir (29) 33-35-35-37 (37-37) lykkjur og prjónið (25) 28-32-34-35 (39-42) lykkjur með garðaprjóni. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Prjónið svona þar til stykkið mælist (14) 14-15-16-16 (18-19) cm. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Í næstu umferð frá réttu er fellt af fyrir eyrnaleppum þannig: Fellið af fyrstu (5) 8-10-10-9 (11-12) lykkjurnar, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjurnar (= fyrra eyrnaskjól) og setjið þessar á band, fellið af næstu (29) 33-35-35-37 (37-37) lykkjur, prjónið garðaprjón yfir næstu (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjurnar (= seinna eyrnaskjól) og setjið þessar á band, fellið af síðustu (5) 8-10-10-9 (11-12) lykkjurnar. Klippið frá.
 
EYRNASKJÓL:
= (20) 20-22-24-26 (28-30) lykkjur. Setjið til baka lykkjur af öðru bandinu á prjóninn, prjónið garðaprjón og fellið af 1 lykkju innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið á stykki – LESIÐ ÚRTAKA-1, þannig: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin á stykki í 4. hverri umferð alls (6) 6-5-5-6 (6-7) sinnum og 1 lykkja hvoru megin á stykki í annarri hverri umferð alls (2) 2-4-5-5 (6-6) sinnum = 4 lykkjur. Eyrnaskjólið mælist ca (6) 6-6-6-7 (8-8) cm. Fellið af og festið enda. Endurtakið á hinu eyrnaskjólinu.
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman hliðarna, saumið þær kant í kant í ystu lykkju. Brjótið síðan húfuna þannig að saumurinn liggi við miðju að aftan, saumið síðan uppfitjunarkantinn alveg eins. 
 
BAND:
Klippið 6 þræði ca 60 cm og þræðið þá hálfa leið í gegnum toppinn á eyrnaskjólinu, þ.e.a.s. að það verða alls 12 þræðir til að flétta með. Fléttið eina fléttu. Hnýtið hnút neðst niðri. Gerið alveg eins á hinum eyrnaskjólinu.
 
 
 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...