Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Krossnefur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 3. apríl 2023

Krossnefur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Krossnefur er fremur stór finka með afar sérhæfðan gogg. Skoltarnir ganga á víxl þannig að nefið liggur í kross. Þannig er goggurinn sérhæfður til þess að ná fræjum úr könglum með því að glenna þá í sundur. Þessi sérhæfing hefur m.a. orðið til þess að þeir hátta varptímanum sínum eftir fæðuframboði eða þroska grenifræja. Varptíminn er því jafn sérstakur og fuglinn sjálfur eða um hávetur, frá útmánuðum fram á vor og getur hann orpið nokkrum sinnum yfir allt árið. Krossnefur er staðfugl og einn af þeim fuglum sem hefur sest hér að með aukinni skógrækt. Utan varptíma eru þeir félagslyndir eins og finkum er gjarnan lagið. Þeir eiga það til að leggjast á heilmikið flakk, sér í lagi ef þéttleiki þeirra verður mikill eða dregur úr fæðuframboði. Líklegt er að slíkar aðstæður hafi orðið til þess að hingað flæktist mjög mikið magn af krossnef á árunum 2008/2009 og síðan þá hafa þeir orpið hér nokkuð stöðugt. Þessir sérstöku lífshættir gera það að verkum að erfitt er að meta nákvæmlega fjölda þeirra en áætlað er að hér séu allt frá 100–500 varppör.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...