Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hægt er að gera góð kaup í Krónunni í matvælum sem eru að renna út á tíma.
Hægt er að gera góð kaup í Krónunni í matvælum sem eru að renna út á tíma.
Mynd / Krónan
Fréttir 24. febrúar 2017

Krónan minnkar matarsóun um 53%

Höfundur: smh

Nú fyrir skemmstu tilkynnti Krónan um að tekist hefði á einu ári að minnka matvælasóunina í verslunum sínum um 53 prósent; úr 300 tonnum matvæla niður í 140 tonn. 

Krónuverslanirnar lögðu á síðasta ári af stað með verkefni til að minnka matarsóun í sínum verslunum með því að selja matvörur sem eru að renna út á tíma á niðursettu verði.

Matarsóun er stórt vandamál um allan heim. Þriðjungi framleiddra matvæla er sóað í þessum heimi þar sem einn af hverjum níu jarðarbúum þjáist af vannæringu á degi hverjum, samkvæmt upplýsingum frá FAO, Landbúnaðar- og matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Minnst matarsóun í landbúnaði

Samkvæmt nýlegum gögnum frá Umhverfisstofnun um matarsóun á Íslandi, sem eru sambærileg gögnum frá öðrum Evrópulöndum, er mesta sóun á mat hjá gististöðum og í veitingarekstri, þarnæst í matvælaframleiðslu og þá á heimilum. Þar á eftir koma skólar, heilsustofnanir, heildsala og smásöluverslanir, en minnst er sóun í landbúnaði. 

Skylt efni: matarsóun | Krónan

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...