Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ásamt Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.
Fréttir 8. maí 2019

Krónan hlaut Kuðunginn

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, veitti Krónunni í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlinda­ráðu­neytis­ins, fyrir framúr­skarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári.

Við sama tækifæri voru nem­endur í Ártúnsskóla í Reykjavík og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi útnefndir Varðliðar umhverfisins.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu á Krónunni sem handhafa Kuðungsins kemur fram að allt frá árinu 2015 hafi fyrirtækið markvisst unnið að samfélagslegri ábyrgð og umhverfismálum í sínum rekstri. Lögð hefur verið áhersla á að bjóða viðskiptavinum umhverfisvænar og lífrænt ræktaðar vörur auk þess sem Krónan hefur gripið til aðgerða til að sporna við hvers kyns sóun. M.a. hefur verið dregið úr orkunotkun fyrirtækisins með orkusparandi aðgerðum og dregið hefur verið úr sóun á pappír og pappa, m.a. með því að hætta prentun á fjölpósti sem áður var dreift á heimili landsmanna. Eins hefur pappakössum verið skipt út fyrir fjölnota kassa við innflutning á ferskvöru. Almennur úrgangur sem fer til urðunar hefur dregist saman um tæp 19% og verulega hefur verið dregið úr plastnotkun, m.a. með nýjum umbúðum fyrir ferska kjötvöru. Þá hefur með markvissum aðgerðum verið dregið úr matarsóun hjá fyrirtækinu, eða um 50%.

„Að draga úr matarsóun er mjög stórt verkefni. Það að stíga fram og segjast ætla að taka á matarsóun er ákveðið ferli, og hefur Krónan náð eftirtektarverðum árangri á því sviði“, segir í rökstuðningi dómnefndar.
Verðlaunagripinn, Kuðunginn, sem Krónan hlaut, gerði að þessu sinni listakonan Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir. Þá öðlast Krónan rétt til að nýta merki verðlaunanna í kynningu á starfsemi sinni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...