Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kröflulína 4, horft yfir Leirhnjúkshraun til austurs. Slóðir að möstrum teiknaðar frá núverandi slóð gegnum hraunið.
Kröflulína 4, horft yfir Leirhnjúkshraun til austurs. Slóðir að möstrum teiknaðar frá núverandi slóð gegnum hraunið.
Mynd / Landsnet
Fréttir 11. október 2016

Kröflulínu hafnað

Höfundur: smh

Með úrskurði sem birtur var í gær hefur úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál (ÚUA) fellt úr gildi framkvæmdaleyfi sem Skútustaðahreppur veitti Landsneti fyrir lagningu Kröflulínu 4.

Fyrirhuguð Kröflulína 4 átti, ásamt Þeystareykjalínu 1, að sjá fyrirhugaðri kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík fyrir rafmagni frá Kröfluvirkjun.

Lagasetning, sem átti að heimila lagningu línanna þrátt fyrir stöðvun ÚUA í ágúst síðastliðnum, er nú í ákveðinni óvissu. Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að hann teldi samt sem áður að menn myndu ná saman um frumvarpið í þinginu. „Þeir flokkar sem nú séu í minnihluta hafi haft frumkvæði að því að setja þetta mál í gang á sínum tíma. Frumvarpið nái til heildarmálsins en úrskurðurinn nái til ákvörðunar eins sveitarfélags og framkvæmd á skipulagslögum á þeim vettvangi,“ var haft eftir Jóni. 

Kröflulína 4 er 32,7 km löng og liggur frá Kröflu í Þeistareyki um Hólasand, þar sem framtíðaráform Landsnets gera ráð fyrir að reist verði tengivirki. Þeistareykjalína 1 er 28,2 km löng og liggur frá Þeistareykjum að Bakka við Húsavík.  Mynd / Landsnet

Taka átti tillit til nýrra náttúruverndarlaga

Í úrskurðinum kemur fram að sveitarstjórn Skútustaðahrepps hafi við undirbúning og málsmeðferð framkvæmdaleyfisins ekki í öllu gætt ákvæða skipulags- og náttúruverndarlaga, auk þess sem farið var á svig við stjórnsýslulög. Þá hafi sveitarfélagið ekki birt auglýsingu um framkvæmdaleyfið og almenningur því ekki verið upplýstur um ákvörðunina, svo hann gæti kynnt sér forsendur hans og fengið upplýsingar um kæruheimild og kærufresti.

Sveitarstjórn hafi átt að taka tillit til nýrra náttúruverndarlaga, þrátt fyrir að framkvæmdin hafi farið í umhverfismat á þeim tíma þegar eldri náttúruverndarlög voru í gildi. Þá hafi sveitarstjórn ekki tekið rökstudda afstöðu til álits Skipulagsstofnunar um framkvæmdina og það hafi verið næg ástæða, að mati nefndarinnar, til að fella framkvæmdaleyfið úr gildi.

Í Bændablaðinu þann 22. september síðastliðinn sagði Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, að ef Landneti yrði gert að leggja línurnar aðra leið en áætlanir gerðu ráð fyrir þyrfti að byrja ferlið að nýju. Gera yrði ráð fyrir að verkið myndi tefjast um allt að tvö ár og kostnaður við lagningu í jörð, miðað við hámarkslengd, gæti orðið rúmlega einn milljarður króna. Kostnaður við loftlínu á sama kafla væri hins vegar áætlaður á milli 400 og 500 milljónir króna.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...