Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Vínframleiðsla Baraka-vínhússins á dalmatísku ströndinni í Króatíu á vinsældum að fagna enda jarðvegur og aðstæður til vínviðarræktar afbragð. Í vínkjallara Baraka þroskast vínið í ámum í tugatali, þar er sérstakt átöppunarsvæði og vel útbúin smökkunaraðstaða.
Vínframleiðsla Baraka-vínhússins á dalmatísku ströndinni í Króatíu á vinsældum að fagna enda jarðvegur og aðstæður til vínviðarræktar afbragð. Í vínkjallara Baraka þroskast vínið í ámum í tugatali, þar er sérstakt átöppunarsvæði og vel útbúin smökkunaraðstaða.
Mynd / sá
Utan úr heimi 21. júlí 2025

Króatísk léttvín í talsverðum metum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Dalmatíusvæðið í Króatíu er þekkt fyrir öfluga vínrækt og góð víngerðarhús. Víngerð í sunnanverðri Evrópu stendur þó frammi fyrir áskorunum.

Baraka-vínekran (Vinarija Baraka) er eitt af vinsælli vínhúsunum í Króatíu. Hún er staðsett í suðurhluta landsins, nánar tiltekið á Dalmatíusvæðinu sem þekkt er fyrir víngerð og framleiðslu á vönduðum hvítum og rauðum vínum. Baraka-vínekran er fremur lítið fjölskyldufyrirtæki sem til var stofnað seint á níunda áratugnum og framleiðir vín úr hefðbundnum króatískum þrúgum, og þar er áhersla á náttúruvernd og sjálfbæra framleiðslu.

Vínviðarræktin er nálægt ströndinni þar sem jarðvegur þykir framúrskarandi góður, m.a. vegna ríkulegs kalksteins og vínviðurinn dafnar vel í hæfilegum raka sjávarloftsins. Þarna er heitt, sólríkt og á köflum mjög rakt og því kjörskilyrði fyrir vínviðinn. Ræktað er á um 6 ha lands og vínviðarplönturnar um 25 þúsund talsins. Löng hefð er fyrir vínrækt og vínbúskap í Dalmatíuhéraði.

Náð alþjóðlegum árangri

Búið ræktar fjölbreytt úrval af bæði staðbundnum og alþjóðlegum þrúgutegundum, þar á meðal hinar virtu Babić, Plavina, Debit, Maraština, Syrah, Merlot og Cabernet Sauvignon. Að auki státar víngerðin af 360 ólífutrjám og ýmsum Miðjarðarhafsplöntum, sem eykur fegurð víngarðanna. Ásamt rauðvíni og hvítvíni framleiðir Baraka mjög vinsælt og fíngert rósavín.

Baraka-fólk leggur metnað sinn í að umgangast náttúruna af virðingu. Því er notast við sjálfbærar ræktunaraðferðir án hefðbundinna efna- og áburðarmeðferða. Þannig verða ekki aðeins vínin vönduð og ómenguð heldur næst að vernda náttúruna umhverfis vínekruna.

Vínin eru unnin með bæði hefðbundnum og nútímalegum aðferðum, þar sem áhersla er lögð á að bæta bragðið og koma í veg fyrir mengun.

Vínin frá Baraka hafa náð nokkrum vinsældum á alþjóðlegum markaði, einkum í Evrópu og Norður-Ameríku, og unnið til gæðaverðlauna í vínsamkeppnum.

Eitthvað svolítið hefur fengist af króatískum vínum á Íslandi og má m.a. sjá á vef Vínbúðanna að þar fæst Kraljevski hvítvín og rauðvín, og í sérpöntun Dgac Vicelic rauðvín.

Regluverk hindrar aðlögun

Vínrækt í Evrópu á nokkuð undir högg að sækja um þessar mundir vegna loftslagsbreytinga, ekki síst í sunnanverðri álfunni, svo sem í Frakklandi, á Ítalíu og Spáni. Í nýrri alþjóðlegri rannsókn sem birtist á dögunum í PLOS Climatetímaritinu kemur m.a. fram að hærri meðalhiti og ofsafengnar hitabylgjur hafi áhrif á þroska þrúgna vínviðarins og valdi það minna sýrustigi en hærra sykurinnihaldi. Sömuleiðis eru sjáanleg áhrif á uppskerutíma og bragðgæði. Vínbændur standi þannig frammi fyrir því að leita nýrra þrúgutegunda sem eru þolnari fyrir hita og þurrkum og sömuleiðis að aðlaga áveitu og uppskeruaðferðir.

Strangir staðlar eru um vernduð upprunamerki í Evrópu og kveða m.a. á um tilteknar tegundir þrúgna og ræktunaraðferðir (GI). Þetta getur valdið vandræðum með tilliti til aðlögunar að breyttu loftslagi og hvetja skýrsluhöfundar til að regluverkið verði rýmkað í átt til aukins sveigjanleika og nýsköpunar í greininni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...