Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Krísa í kornframleiðslu
Mynd / Jan Huber
Utan úr heimi 16. desember 2024

Krísa í kornframleiðslu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Búist er við töluverðum samdrætti í kornframleiðslu í Evrópu og voru áhyggjur þess efnis viðraðar á fundi Evrópuþingsins í nóvember.

Gert er ráð fyrir að framleiðsla á korni í Evrópu á þessu ári verði í heild níu prósent undir meðalári í ár. Samdrátturinn er sérstaklega áberandi í framleiðslu á maís en framleiðslan mun vera tólf prósentum lakari en í meðalári, samtals 58 milljón tonn. Spáð er 112,6 milljón tonna uppskeru í hveiti, sem er ellefu prósentum minna en í meðalári. Aðeins er búist við örlítilli aukningu í ræktun á byggi miðað við síðasta ár, en verði áfram 5 prósentum undir meðalári.

Fjölmiðillinn Euronews greinir frá því að Pierre Bascou, embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB, hafi vakið máls á samdrættinum á fundi Evrópuþingsins nú í nóvember.

Tilteknar eru nokkrar ástæður samdráttarins. Veðrið hefur verið kornrækt óhagstætt en bæði þurrkar í Suðaustur-Evrópu og miklar haustrigningar hafa haft neikvæð áhrif á magn og gæði uppskerunnar í ár.

Vandinn snýr einnig að gæðum kornsins. Þannig sýna mælingar á uppskeru lægra próteinmagn kornsins en einnig mengun vegna alkalóíða. Haft er eftir sérfræðingum frá Evrópusamtökum bænda, Copa Cogeca, að vegna lakra gæði hafi margar framleiðslulotur lækkað frá manneldiskorni í fóðurkorn sem hefur mikil áhrif á afkomu ræktenda.

Bent er á að minni framleiðsla sé einnig vegna samdráttar í ræktarlandi fyrir korn á lykilsvæðum. Frakkland er þar nefnt sem dæmi. Cédric Benoist, franskur kornbóndi sem einnig er formaður kornræktarhóps Copa-Cogeca, segir við euronews að kornbændur tapi á ræktun í ár.

Heimsmarkaðsverð á korni hefur verið sveiflukennt undanfarin tvö ár en verðið hefur síður en svo hækkað samhliða auknum framleiðslukostnaði í Evrópu.

Í frétt Euronews er sagt frá því að framleiðslukostnaður í Frakklandi hafi hækkað úr 1.512 evrum á hektara árið 2021 í 2.065 evrur árið 2023. Milli sömu ára hækkaði framleiðslukostnaður í Írlandi úr 1.330 evrum á hektara í 2.199 evrur.

Skylt efni: kornrækt | kornframleiðsla

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...