Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman. Í mynstur er notað Hörpugull (litaður einfaldur Þingborgarlopi) og LoveStory í svipuðum lit.

Þingborgarlopi er sérunninn af Ístex fyrir Ullarverslunina Þingborg og LoveStory er band sem er spunnið á Ítalíu fyrir Helene Magnússon. Bæði lopinn og bandið er úr sérvalinni íslenskri hágæða lambsull. Lopinn og bandið prjónað saman hentar mjög vel í barnapeysur, þær eru léttar og þægilegar og mjúkar viðkomu.

Hægt er að blanda saman hvaða litum sem er til að fá þau litbrigði sem hverjum og einum finnst fallegt. Í aðallit getur verið t.d. grár lopi og hvítt LoveStory, hvítur lopi og ljósgrátt LoveStory, ljósmórauður lopi og dókkmórautt LoveStory, dókkgrár lopi og ljósgrátt LoveStory. Mynsturlitir valdir í litbrigðum sem passa saman, eða annar þráðurinn aðeins dekkri eða ljósari til að fá áferðina á meiri hreyfingu. Möguleikarnir eru endalausir og eina hindrunin er manns eigið hugmyndaflug.

Stærðir: 4 6 8 ára
Yfirvídd: 68 74 80sm
Ermalengd: 28 33 36sm
Sídd á bol: 30 34 37sm

Magn allar stærðir:

Aðallitur: 1 plata Þingborgarlopi ólitaður (130 g), 2 dokkur LoveStory.

Mynsturlitur: Hörpugull 50 g og 1 dokka LoveStory.

Aðferð: Bolur og ermar eru prjónuð í hring og eins axlastykki eftir að bolur og ermar hafa verið sameinuð. Stroff og hluti af hálsmáli er 2 sléttar og 2 brugðnar lykkjur, annað er prjónað slétt.

Áhöld: Hringprjónar 3.5 mm og 5 mm, 40 og 60 sm langir. Sokkaprjónar 3.5 mm og 5 mm.

4 prjónanælur.

Prjónamerki.

Nál til að ganga frá endum.

Prjónfesta: 17 lykkjur og 24 umferðir í sléttu prjóni = 10 x 10 sm. Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu í hring, þannig fæst réttasta útkoman. Þegar prufa er prjónuð fram og til baka getur önnur umferðin verið lausari, þá getur verið að prufan skili ekki réttri niðurstöðu.

Bolur: Fitjið upp með mynsturlit 116-124-132 lykkjur á 3.5 mm hringprjóninn, prjónið eina umferð slétta með þeim lit.

Þá er prjónað stroff og næstu tvær umferðir eru í aðallit og svo ein í mynsturlit.

Endurtakið þar til prjónaðar hafa verið 11 umferðir af stroffi. Hægt er að hafa litasamsetningu á stroffi að vild og bæta við umferðum ef óskað er. Skiptið yfir á 5 mm prjóninn og prjónið slétt þar til bolur mælist 30-34-37 sm.

Ermar: Fitjið upp 32-36-36 lykkjur á 3.5 mm sokkaprjóna. Gerið stroffið eins og á bol. Skiptið þá yfir á 5 mm sokkaprjónana, prjónið 1 umferð og í þeirri næstu er aukið út um 1 lykkju í byrjun umferðar og 1 lykkju í lok umferðar. Endurtakið útaukningu 5-6-7 sinnum jafnt upp ermi, með u.þ.b. 5-6 umferðum á milli útaukninga. Þegar ermi er lokið eiga að vera 44-50-52 lykkjur á prjónunum. 

Axlastykki: Sameinið nú bol og ermar á prjóninn sem er á bolnum. Setjið 6-7-8 lykkjur af báðum ermum á nælu (sitt hvoru megin við útaukningu) og fyrstu 6-7-8 lykkjur af bol einnig á nælu. Prjónið aðra ermina við og síðan 52-55-58 lykkjur af bol, setjið þá næstu 6-7-8 lykkjur af bol á nælu og prjónið hina ermina við og síðan 52-55- 58 lykkjur af bol. Í næstu umferð eru prjónaðar saman lykkjurnar þar sem bolur og ermar mæstast, samtals fækkar lykkjum um 4. Þá eiga að vera á prjóninum 176-192- 200 lykkjur. Prjónið mynstur eftir teikningu.

Notið styttri hringprjóninn þegar lykkjum fækkar. Þegar mynstri er lokið er tekið úr aukalega jafn yfir umferð þar til 64-68-72 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið hálsmál 4 umferðir stroff og 3 umferðir sléttar og hafið slétta prjónið með mynsturlit. Fellið af frekar laust.

Gangið frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum, gott er að sauma aðeins aukalega í lykkjurnar í kverkunum, þar má ekki vera gat.

Þvottur: Þvoið peysuna í höndunum í volgu vatni með mildu þvottaefni eða ullarsápu. Kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris á handklæði.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f