Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi
Fréttir 21. júlí 2015

Krefjast banns á námuvinnslu og skógarhöggi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sameinuðu þjóðirnar og Unesco krefjast þess að námuvinnsla og skógarhögg, sem stunduð hafa verið, verði tafarlaust stöðvað á landsvæði í Tasmaníu sem er á heimsminjaskrá Unesco.

Í Tansaníu eru um 1,5 milljónir  hektara lands á heimsminjaskrá Unesco og þar af eru 20 prósent landsins í þjóðareigu. Í kröfunni er farið fram á að námuvinnsla og skógarhögg verði tafarlaust stöðvað á svæðinu og að stjórnvöld í landinu endurhugsi hvernig nýta megi landið með friðun þess í huga.

Stjórnvöld í Tansaníu viðruðu nýlega þá hugmynd að veita leyfi til skógarhöggs á um 200.000 hekturum lands á svæði sem er á heimsminjaskrá Unesco. Þar af er 12 prósent landsins þjóðareign. Innan svæðisins er að finna fornminjar, frumskóga, vötn og ár auk búsvæða frumbyggja landsins.

Einnig eru uppi hugmyndir um að opna önnur svæði fyrir ferðamönnum með því að leggja vegi og byggja hótel til að örva efnahag landsins. Í greinargerð vegna kröfunnar segir að stjórnvöldum í Tansaníu hafi gersamlega mistekist að standa vörð um svæðið sem er á heimsminjaskrá Unesco og að verði svæðið opnað fyrir auknu skógarhöggi og námuvinnslu verði um stórfellda eyðileggingu á sameiginlegum menningar- og náttúruminjum mannkyns að ræða.

Á síðasta ári gerðu yfirvöld í Ástralíu tilraun til að taka 70.000 hektara út af heimsminjaskránni með það í huga að hefja námuvinnslu á svæðinu. Beiðninni var alfarið hafnað.
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...