Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kraftapólitík og undanbrögð
Leiðari 14. október 2025

Kraftapólitík og undanbrögð

Höfundur: Þröstur Helgason, ritstjóri

Búvörulög mynda grundvöllinn að starfsskilyrðum bænda í landinu ásamt búvörusamningum. Á þessum gjörningum hvíla hagsmunir þúsunda einstaklinga og fjölskyldna sem hafa lagt þessa atvinnugrein fyrir sig. Þau hafa lagt allt undir í sínum búrekstri. Þó ekki væri nema af þeim ástæðum þá er æskilegt að stjórnvöld á hverjum tíma tryggi stöðugleika og fyrirsjáanleika í lagalegu jafnt sem rekstrarlegu umhverfi atvinnugreinarinnar. Sá hringlandi sem verið hefur á lagalegum ramma landbúnaðar á síðustu misserum er því ekki boðlegur.

Kraftapólitík á borð við þá sem við höfum orðið vitni að á síðustu dögum með boðuðum breytingum atvinnuvegaráðherra á búvörulögunum án þess að loforð um samráð við hagsmunasamtök bænda í landinu hafi verið efnt er svo nýr kapítuli í þessum málatilbúnaði öllum sem boðar ekki gott. Tími samræðustjórnmála er augljóslega liðinn og við er tekin pólitík þar sem afli er beitt. Lagabreytingum er þvingað upp á heilu atvinnugreinarnar án þess að eiga við þær samtal í aðdragandanum. Þær fá tækifæri til þess að skrifa álit sitt á gjörningnum í samráðsgátt. Til þess hafa þau nokkra daga.

Í grein í blaðinu í dag segir atvinnuvegaráðherra að tilgangurinn með samráðsgátt stjórnvalda sé einmitt sá „að kynna mál fyrir öllum á sama tíma“. Mögulega er hægt að finna einhver rök fyrir því að breytingar á lagaumhverfi atvinnugreina á borð við landbúnað komi fyrir augu bókmenntafræðinga, hárgreiðslufólks og sjómanna á sama augnabliki og bænda sem í raun og veru eiga sína hagsmuni undir þessum lögum. Þau rök geta þó ekki vegið þyngra en það samráð við heildarsamtök bænda sem stjórnvöld höfðu lofað að yrði haft um hugsanlegar breytingar á lagaumhverfi atvinnugreinarinnar fyrr á þessu ári. Þetta sér hvert mannsbarn.

Upp í hugann kemur spurningin um það hvað hafi eiginlega breyst í sambandi við virkni þessarar samráðsgáttar á undanförnum mánuðum. Hefðu stjórnvöld kannski átt að kynna bændum og öðrum atvinnugreinum þá grundvallarbreytingu á vinnubrögðum sínum að hætta að eiga samráð við þær um breytingar á lagaumhverfi þeirra? Héðan í frá yrði öllum í landinu kynntar breytingar á lagaumhverfi einstakra atvinnugreina á sama tíma, burtséð frá því hvort viðkomandi eigi hagsmuni að gæta eða ekki.

Auðvitað er hér um að ræða undanbragðapólitík hjá ráðherranum sem er henni ekki sæmandi í þessu samhengi. Slík undanbrögð hafa verið plagsiður í stjórnmálum í gegnum tíðina sem í alþjóðlegu samhengi hefur tekið á sig alveg nýja mynd á undanförnum árum. Undanbrögðin ganga út á að beina sjónum fólks frá aðalatriðum máls. Í þessu tilviki er aðalatriðið alger skortur á samráði við bændur í aðdraganda að boðuðum breytingum á starfsumhverfi þeirra sem gætu haft mikil áhrif á fjölda fjölskyldubúa vítt og breitt um landið.

Með markvissu samráði og samtali við bændur hefðu stjórnvöld getað fyrirbyggt það uppnám sem landbúnaðurinn er nú í. Með samtalinu hefðu stjórnvöld getað komið í veg fyrir átök sem nú virðist stefna í. Með samtalinu hefðu stjórnvöld getað leitað svara við ýmsum spurningum sem frumvarpsdrögin augljóslega vekja um afkomu bænda og fyrirtækja þeirra. Með samtali hefði vafalítið verið hægt að finna betri leiðir til þess að ná fram breytingum á lagaumhverfi landbúnaðarins. Kraftapólitík og undanbrögð lýsa afstöðu til samfélagsins sem maður vonaði að ætti ekki upp á pallborðið hér á landi.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...