Frá aðalkeppnissalnum í Rimaskóla.
Frá aðalkeppnissalnum í Rimaskóla.
Líf og starf 16. desember 2025

KR-ingar efstir

Höfundur: Gauti Páll Jónsson gauti.pj@hotmail.com

Íslandsmót skákfélaga fór fram á dögunum í Rimaskóla.

Mótið er einhver fjölmennasti skákviðburður landsins ár hvert, en keppendur eru á fjórða hundrað. Teflt er í fimm deildum, frá fjórðu til fyrstu, og þar fyrir ofan er úrvalsdeild. Staðan er þannig í úrvalsdeildinni, að skákdeild KR trónir á toppnum með níu liðsstig, vann fjórar viðureignir og gerði jafntefli í einni. KR-ingar hafa Evrópumeistarann fyrrverandi Anton Demchenko á fyrsta borði!

Mótinu er stundum líkt við ættarmót, þarna kemur saman skákfjölskyldan tvisvar á ári (seinni hluti mótsins er á vorin) og menn tefla fyrir sín félög og reyna að hækka um deild, forðast fall, eða þá sigla lygnan sjó. Stundum gerast undur og stórmerki í félagaskiptaglugganum vikurnar fyrir mót, félög styrkja sig, menn lánaðir tímabundið, menn snúa aftur heim í uppeldisfélagið en þrátt fyrir þessar hrókeringar er alltaf góð stemning á skákstað. Sum félög stilla upp erlendum leikmönnum, aðallega í úrvalsdeild, og nú er svo komið að það virðist vera nauðsynlegt til að geta keppt þar. Greinarhöfundur hefur tekið þátt í umræðum undanfarið um þann fjölda erlendra leikmanna (sem ekki eru búsettir hér á landi) sem eru leyfðir. Nú eru það fjórir af átta, eða helmingur liðsins. Augljósu ástæður þess að það er gagnrýnt, er hve kostnaðarsamt það er fyrir félögin. Í þeim tilvikum sem erlendum keppendum er stillt upp á efstu borðum, eiga þeir það til að tefla hver við annan á kostnað félaganna. Er því fé vel varið?

Aðrar ástæður tengjast því kannski frekar, hvert stefnt er með mótið og á hvaða forsendum og fyrir hverja það sé haldið. Mér finnst mótið varla vera Íslandsmót þegar það er hægt að vinna það með erlendu liði upp að fimmtíu prósentunum.

Mín skoðun er að tveir erlendir keppendur af átta ættu að vera viðmiðið í úrvalsdeildinni. Þá yrði það nauðsynlegt að vera með öflugt heimavarnarlið en einnig sveigjanleika til að styrkja liðið töluvert. Fleiri hugmyndir eru til umræðu um breytingar á mótinu, en kannski er einmitt sniðugt að breyta því regulega til að keppnin staðni ekki og haldi áfram að vera skemmtileg og spennandi.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Af hverju er T137 betra?
16. desember 2025

Af hverju er T137 betra?

Ekki gripið í tómt
16. desember 2025

Ekki gripið í tómt

Svínaskanki að þýskum sið
16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

KR-ingar efstir
16. desember 2025

KR-ingar efstir

Fiskur sem ekki má veiða
30. apríl 2018

Fiskur sem ekki má veiða

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f