Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Kostnaður bænda gæti aukist verulega
Mynd / Kilyan Sockalingum
Fréttir 20. nóvember 2025

Kostnaður bænda gæti aukist verulega

Höfundur: Þröstur Helgason

Hækkuð vörugjöld á fjórhjól og sexhjól gætu haft kostnaðarauka í för með sér fyrir íslenskan landbúnað sem nemur 300–350 milljónum á ári.

Þetta kemur fram í umsögn Bændasamtaka Íslands við breytingartillögu fjármála- og efnahagsráðuneytisins við frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2026. Að auki er lagt til að hækka vörugjöld á aðrar sérhæfðari dráttarvélar sem meðal annars eru til landbúnaðarnota. Markmiðið með breytingartillögu fjármálaog efnahagsráðuneytisins er „að skerpa á gildissviði undanþágunnar og tryggja að hún beinist fyrst og fremst að þeim dráttarvélum sem almennt eru notaðar í landbúnaði og hefðbundinni atvinnustarfsemi sem tengist honum“.

Þannig er lagt til að undanþágan takmarkist við dráttarvélar í ökutækjaflokkum T1 og T2 í ökutækjaskrá. Fjórhjól og sexhjól eru ökutæki í flokki T3 og aðrar sértækari dráttarvélar eru í flokki T4 og T5. Nái breytingin fram að ganga munu vörugjöld á ökutæki í þremur síðastnefndu flokkunum hækka úr 0% í 40%.

Í umsögn Bændasamtakanna er sömuleiðis bent á að með hækkun vörugjalda á dráttarvélar í flokki T3 sé beinlínis unnið gegn markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, þvert á það sem segir í greinargerð. „Um er að ræða fjór- og sexhjól sem eyða langtum minna eldsneyti en aðrar stærri dráttarvélar eða tæki sem væru notuð í staðinn. Þá eru ekki enn sem komið er komin á markað hreinorkuökutæki sem hafa sama notkunarsvið og þau fjórog sexhjól sem nú eru flutt inn og nýta jarðefnaeldsneyti.“

Í umsögn frá S4S-Tækjum ehf. er vísað í sölugögn sem sýna að 85% af þeim T3 fjór- og sexhjólum sem fyrirtækið flytur til landsins séu notuð „í atvinnuskyni og við samfélagslega mikilvæg störf og eingöngu 15% tækjanna séu notuð til fólksflutninga í afþreyingarskyni“. Þessi tæki njóti því ekki „undanþágunnar að óþörfu“, eins og sagt sé í greinargerð með tillögunni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...