Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reykjarfjörður.
Reykjarfjörður.
Mynd / HKr.
Skoðun 26. ágúst 2021

Kosningar hafa afleiðingar

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Kosningar eru hafnar á Íslandi, utankjörfundarstaðir voru opnaðir í liðinni viku og því má ætla að kosningabaráttan fari að harðna á næstu vikum. Þessar kosningar eru óvanalegar fyrir þær sakir að hér geisar farsótt sem yfirtekur umræðuna og um fátt annað rætt á kaffistofum en samkomutakmarkanir, hraðpróf, sóttkvíarkvíða foreldra og þess háttar. En kosningarnar eru mikilvægar fyrir landbúnaðinn.

Á næsta kjörtímabili verður samið um nýja búvörusamninga og þeir samningar munu innihalda nýmæli um umhverfis- og loftslagsmál. Lykilatriði er að það verði skynsemi í þeim samningum þar sem starfssystkini okkar í nágrannalöndunum hafa lent í því að glíma við óraunhæfar kröfur af hálfu hins opinbera. Dæmi um slíkt er bóndinn á Jótlandi, sem er gert að draga úr notkun á áburði um meira magn en hann notar sjálfur!

Kosningarétturinn datt ekki af himnum ofan

Geymsla Bændasamtakanna hefur áður verið innblástur höfundar til leiðaraskrifa í sumar. Greip ég í hefti af búnaðarritinu Frey frá því 1920 um daginn. Í leiðaraskrifum þess kvartaði höfundur yfir því að fjöldi fólks hefði ekkert vit á því að fara með kosningarétt. Leiðarinn var skrifaður fáeinum árum eftir að konur og öreigar fengu kosningarétt og því má ætla að höfundi hafi gramist hvernig þessi réttindi voru nýtt. Þessi skrif minna okkur á að auknum réttindum hefur alltaf fylgt frekjutal um hvernig allt var betra í gamla daga. Sannleikurinn er sá að ef að þú kennir kjósendum um, þá ertu á villigötum. Við bændur verðum að koma okkar málum á dagskrá í umræðunni en gerum ekki eins og leiðarahöfundurinn fyrir öld síðan og kvörtum yfir því hvernig fólk kýs. Könnun eftir könnun hefur sýnt það að íslenskur almenningur er jákvæður í garð landbúnaðar.

Kerfisfræðingar setja viðmið

Hluti áskorana sem íslenskur landbúnaður glímir við er rof milli orðræðu stjórnmálamanna og gjörða stjórnkerfisins. Stjórnmálamenn vilja flestir, líkt og almenningur allur, styðja við landbúnað. Lofræður dynja á bændum þegar t.d. styttist í kosningar. En svo þegar kemur að útfærslu reglna og viðmiða hjá stjórnkerfinu er eins og það komi sandur í gírinn. Þá spretta upp alls kyns viðmið og reglur sem flestar hafa það eitt sameiginlegt að auka kostnað og pappírsvinnu.

Þannig er í reynd oft valdið komið í hendur embættismanna sem ekkert lýðræðislegt umboð hafa. Þeim er oft vorkunn í starfi sínu þegar þeim er sett fyrir að gera hluti samtímis sem eru óframkvæmanlegir, t.d. að stuðla að aukinni samkeppnishæfni samhliða því að setja stífari reglur um sjálfbærni í jarðrækt. Því er mikilvægt að landbúnaðarstefna fyrir Ísland, sem unnið hefur verið að á seinni hluta þessa kjörtímabils, fari fyrir Alþingi og verði staðfest þar. Þannig verði tónninn settur fyrir þá embættismenn sem svo koma til með að framfylgja stefnunni.

Fæðuöryggi næst ekki nema að afkoma sé ásættanleg

Í upphafi heimsfaraldurs kórónaveiru gerðist það sama og fyrir rúmum tíu árum í efnahagshruninu. Forsvarsmenn bænda voru spurðir þeirrar spurningar af ráðamönnum hvort nóg væri til af mat í landinu. Svarið nú eins og þá, já, það er til matur. Við getum ekki vitað hver áföll framtíðarinnar verða. En það er öruggt að það verða áföll.

Bara síðustu tvö ár hafa verið óveður, skriðuföll, snjóflóð, heimsfaraldur og eldgos ofan í kaupið. Vegna loftslagsbreytinga gerast veður vályndari sem birtist í aukinni tíðni hamfara á borð við þurrka, gróðurelda og úrhellisrigninga sem skola heilu þorpunum á haf út. Því er það lífsnauðsynlegt hverri þjóð að geta aflað fæðu. Það verður ekki gert til langframa öðruvísi en afkoma bænda sé ásættanleg.

Fæðuöryggi verður ekki byggt ofan á hugsjóninni einni saman eða lífsstíl. Þess vegna þurfum við að setja afkomumálin á dagskrá í þessum kosningum og spyrja þingmannsefnin hvaða leiðir þeir sjái til þess að bæta afkomu bænda?

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...