Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kósísokkar á börn
Hannyrðahornið 18. september 2018

Kósísokkar á börn

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðar tátiljur með garða­prjóni og picot-kanti frá Drops Eskimo. 
 
Stærðir:  20/21 - 22/23 - 24/25 - 26/28 – 29/31 – 32/34
Lengd fótar: 12 - 13 - 15 - 17 - 18 - 20 cm 
Garn: Drops Eskimo
100-100-150-150-150-200 g nr 54, millifjólublár
 
Prjónar: hringprjónar (40, 60 eða 80 cm) nr 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur x 33 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
Garðaprjón (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
PICOT KANTUR (prjónaður fram og til baka):
 
Umferð 1 (= rétta): Prjónið sl.
Umferð 2 (= ranga): Prjónið sl.
Umferð 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 4 lykkjur eru eftir, þær eru prjónaðar þannig: 2 slétt saman, sláið uppá prjóninn, í hverja og eina af 2 síðustu lykkjum eru prjónaðar 2 lykkjur = 2 nýjar lykkjur á prjóni.
Umferð 4 (= ranga): Takið 1 lykkju óprjónaða, 1 lykkja sl, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir, 1 lykkja sl og steypið öftustu lykkju á hægri prjón yfir fremstu, fækkað hefur verið um 2 lykkjur – prjónið nú sl út umf. Endurtakið umf 1 til 4. 
 
TÁTILJA:
Stykkið er prjónað fram og til baka.
 
UPPÁBROT:
Fitjið upp 14-14-16-16-18-18 lykkjur á hringprjóna nr 5 með Eskimo. Setjið 1 prjónamerki innan við 4 síðustu lykkju á prjóni á vinstri hlið á stykki (séð frá réttu). Prjónið garðaprjón– sjá skýringu að ofan, jafnframt er prjónaður picot kantur yfir síðustu 4 lykkjurnar – sjá skýringu að ofan. Haldið svona áfram þar til prjónaðar hafa verið alls 56-64-68-76-84-88 umf garðaprjón, stykkið mælist ca 17-19-21-23-25-27 cm, fellið af.
 
FÓTUR:
Prjónið upp 1 lykkju í hvern garð meðfram langhlið án picot kantar = 28-32-34-38-42-44 lykkjur. Prjónið garðaprjón í 2 cm, síðasta umf = frá röngu. 
 
Prjónið fyrstu 8-10-11-12-14-15 lykkjur með garðaprjóni og setjið þessar lykkjur á band, aukið út um 1 lykkju, prjónið næstu 12-12-12-14-14-14 lykkjur með garðaprjóni, aukið út um 1 lykkju, prjónið síðustu 8-10-11-12-14-15 lykkjurnar og setjið þær á band, klippið frá. Prjónið síðan garðaprjón yfir þær 14-14-14-16-16-16 lykkjur sem eftir eru. Þegar efri hlutinn mælist 4-4-5-6-6-7 cm fellið af 1 kantlykkju á hvorri hlið frá röngu = 12-12-12-14-14-14 lykkjur, setjið lykkjur á 1 band. Klippið frá. Prjónið næstu umf þannig (= rétta): Prjónið lykkjur af bandi jafnframt eru prjónaðar upp 7-7-9-10-10-12 lykkjur hvoru megin við efra stykki innan við 1 kantlykkju = 42-46-52-58-62-68 lykkjur. Héðan er nú mælt. Haldið áfram fram og til baka með garðaprjóni. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju framan á tá. Þegar stykkið mælist 2 cm eru prjónaðar 2 lykkjur slétt saman hvoru megin við prjónamerki og prjónið 2 lykkjur slétt saman innan við 1 kantlykkju á hvorri hlið, endurtakið úrtöku í annarri hverri umf (= alls 4 l færri í annarri hverri umf). Haldið áfram með úrtöku þar til stykkið mælist 3-3-4-4-5-5 cm – fellið af. 
 
Saumið saum undir il yst í lykkjubogann svo að saumurinn verði ekki of þykkur. Prjónið aðra tátilju alveg eins. 
 
Prjónakveðja,
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...