Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Reisa á kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík.
Reisa á kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík.
Mynd / smh
Fréttir 2. febrúar 2024

Kornþurrkstöð við Húsavík

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga fyrirhugar að reisa kornþurrkstöð rétt hjá Húsavík nú á útmánuðum.

Að sögn stjórnarmanna í búnaðarsambandinu er komin lóð undir verkefnið, samningaviðræður við Orkuveitu Húsavíkur um kaup á 120 gráðu heitu vatni eru langt komnar og annar undirbúningur á lokametrunum. Stöðin mun byggja á umhverfisvænni tækni og verður eingöngu knúin heitu vatni.

Í skriflegu svari frá stjórn búnaðarsambandsins við fyrirspurn um verkefnið segir að unnið sé að því um þessar mundir að fá fjárfesta að verkefninu og helst sé vilji til þess að þeir komi af svæði búnaðarsambandsins. „Við vitum að það er mikil eftirspurn eftir stöð á svæðinu og hún mun ganga á fullum afköstum. Nú þegar vitum við af flöskuhálsum, bæði í Þingeyjarsýslum og Eyjafirði, sem þessi þurrkstöð getur leyst úr,“ segir í svarinu frá stjórninni. Gert er ráð fyrir að afkastageta fyrsta áfanga yrði allt að 1.500 tonn á ári, sem er sú stærðargráða sem mælt var með að lágmarki í skýrslunni Bleikir akrar, aðgerðaráætlun um aukna kornrækt. Segja stjórnarmenn að nóg sé til af varmaorku til að margfalda þessa þurrkgetu í náinni framtíð.

„Kornþurrkunin er hugsuð sem fyrsti áfanginn í uppbyggingu á alhliða þurrkstöð sem nýtir glatvarma frá Hveravöllum í Reykjahverfi og hráefni úr héraði í fjölbreytta framleiðslu á ársgrundvelli. Þar eru graskögglar, blandaðir til dæmis byggi eða öðrum fóðurhráefnum, ein helsta afurðin.

Auk þess eru áætlanir um þurrkun á hálmi, viðarkurli, sjávargróðri og sveppum svo nokkur dæmi séu tekin. Áburðarframleiðsla er einnig spennandi kostur,“ segja stjórnarmenn að lokum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...