Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Kornsá
Bóndinn 6. janúar 2015

Kornsá

Þórunn og Birgir hófu búskap á jörðinni í kringum 1980 í samstarfi við foreldra Birgis. Um 1990 tóku þau alveg við búrekstrinum.
 
Býli:  Kornsá.
 
Staðsett í sveit:  Fegurstu og veðursælustu sveit landsins, Vatnsdal, A-Hún.
 
Ábúendur: Birgir Gestsson og Þórunn Ragnarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Við eigum fjögur börn. Svanhildur, Ármann Óli og Kristín eru flutt að heiman en Harpa, sú yngsta, er við nám á Hvanneyri. Tengdabörnin eru þrjú og barnabörnin fjögur.
 
Stærð jarðar? Um 650 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 560 vetrarfóðrað fé, 27 hross og hundurinn Pera.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Þórunn vinnur á Leikskólanum Vallabóli á Húnavöllum. Birgir sinnir hefðbundnum bústörfum eftir árstímum auk þess að keyra sláturfé á haustin.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Heyskapurinn er alltaf skemmtilegur en viðhald á girðingum aldrei skemmtilegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Líklega verður hann með svipuðu sniði, fénu gæti fjölgað. Kannski verða fleiri aðilar komnir í búreksturinn.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höldum að þeir sem sinna þeim málum vinni eftir sinni bestu sannfæringu. Við erum ekki endilega alltaf sammála forystunni.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en til þess þarf afurðaverð til bænda að hækka.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Eins og er teljum við það vera í skyri og lambakjöti. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og smjör, ásamt ýmsu öðru.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað lambalæri.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er okkur eftirminnilegt þegar við keyptum 380 lömb eftir riðuniðurskurð og settum í ný fjárhús haustið 1992.

5 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...