Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kornbók
Menning 13. desember 2023

Kornbók

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samlíf manns og korns, allt frá því er maðurinn tamdi kornið og kornið tamdi manninn, er umfjöllunarefni Åsmund Bjørnstad í bókinni Kornboka – brødets og ølets historie sem kom út árið 2021.

Hún kom nýlega út í danskri þýðingu og heitir Kornbogen – brødets og øllets historie.

Bókin er í stóru broti, hátt á fjórða hundrað síður og ríkulega myndskreytt að því er fram kemur í tilkynningu frá Áslaugu Helgadóttur og Jónatan Hermannssyni. „Framsetning og frásögn er lipur og ljós en þó víkur höfundur hvergi frá fræðilegri nákvæmni – hvort sem um er að ræða sagnfræði, grasafræði eða kynbótafræði korntegundanna. Skemmtun, fróðleikur og fegurð í einni bók og líka hin dularfullu tengsl manns og korns sem ekki verða með góðu móti skýrð.“

Við sögu koma bygg og hveiti, hafrar og rúgur, hrísgrjón og maís og líka hirsi. „Orðið korn er fyrst og fremst samheiti yfir þær tegundir grasættar er gefa af sér fræ sem nýtanlegt er til fóðurs og manneldis, en er hins vegar stundum notað yfir þá tegund í hverju landi sem algengust er. Þannig getur orðið korn merkt bygg á Norðurlöndum, hveiti í Englandi og maís í Norður- Ameríku.“

Åsmund Bjørnstad er prófessor emeritus í jurtakynbótum við Landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi.

Bókin fæst á vef danska forlagsins Hovedland eða á vefsíðunni dinboghandel.dk.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...