Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þrír efstu í A-flokki: Sverrir Möller, Ingvi Guðmundsson og Maríus Halldórsson, sem var efstur ásamt Mílu frá Hallgilsstöðum.
Þrír efstu í A-flokki: Sverrir Möller, Ingvi Guðmundsson og Maríus Halldórsson, sem var efstur ásamt Mílu frá Hallgilsstöðum.
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að Ási í Vatnsdal í samstarfi við smalahundadeild Snata í Húnavatnssýslu.

Kría frá Hjartarstöðum hlaut, ásamt eiganda sínum Herdísi Erlendsdóttur, ungliðaverðlaun landskeppni SFÍ.

Besta tík mótsins var valin vinningshafi A-flokks, Míla frá Hallgilsstöðum, en hún fékk einnig Tígulsbikarinn sem veittur er þeim hundi sem fær flest stig í keppninni. Besti hundur móts var Bassi frá Hríshóli sem lenti í 2. sæti í A-flokki. Nýr farandbikar, í minningu Svans H. Guðmundssonar í Dalsmynni, var veittur af Höllu Guðmundsdóttur, ekkju Svans, en hann lést árið 2022. Svanur var virkur félagi SFÍ og lagði metnað sinn í að aðstoða þá sem voru að stíga sín fyrstu skref í þjálfun BC-fjárhunda. Bikarinn, sem nefnist Korkubikar eftir bestu tík Svans, fer til þess nýliðapars sem stendur sig best á landskeppni SFÍ. Að þessu sinni var það Herdís Erlendsdóttir með tíkina Kríu frá Hjartarstöðum sem fékk afhentan Korkubikarinn.

Að þessu sinni voru 17 hundar skráðir til keppni, í þremur flokkum, og dreifðist það nokkuð jafnt á milli flokka. Veðrið var í svipuðum stíl og það hefur verið þetta sumarið, talsverð bleyta og lítið sást til sólar, en keppendur létu það ekki á sig fá enda vanir að þurfa að smala í margbreytilegum veðrum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...