Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ.
Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. apríl 2021

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá sögulegi viðburður átti sér stað á dögunum á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Eyfellinga undir Eyjafjöllum að stjórn félagsins eftir fundinn er eingöngu skipuð konum þar sem Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir á Stóra-Mörk er formaður.

„Já, þetta er skemmtilegt og við erum stoltar konur, sem skipum stjórnina. Félagið er opið öllum þeim sem eiga kýr eða kú á fóðrun undir Vestur- og Austur-Eyjafjöllum. Í dag eru 16 bú aðilar að félagsskapnum. Starfsemi félagsins er ekki stór, en reynt er að fara reglulega í fræðsluferðir og kynna sér nýjungar og hitta aðra bændur utan starfssvæðis félagsins,“ segir Aðalbjörg Rún.

Undanfarin ár hefur aðalfundur félagsins verið haldinn í einu af fjósunum á félagssvæðinu, sem hefur mælst vel fyrir. Fundirnir verða þá vel sóttir og vinsælt hjá félagsmönnum að sækja nágranna sína heim á þennan hátt. Svo skemmtilega vildi til að á síðasta aðalfundi, sem var haldin á búinu Nýjabæ, var þriðja konan kjörin í stjórn félagsins, eða Edda, sem er bóndi á bænum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...